Vaka - 01.04.1927, Page 8

Vaka - 01.04.1927, Page 8
118 ÁRNI PÁLSSON: [vaka] milli hinna borgaralegu flokka var afmáður. Þeir kenndu sig að visu við íhald og framsókn, og höfuð- l'lokkarnir greindust í mörg flokksbrot, sem hvert hafði sitt heiti, en svo voru menn orðnir leiðir á allri þeirri nafnapólitík, að gömlu flokkarnir þorðu varla að hera heiti sín óbreytt og tókn þá upp á þvi að velja sjálfum sér ýmsar nafnbætur. Þannig nefndust fylgismenn G i o 1 i 11 i s lengi demokratiskir 1 i b e r a 1 a r, en flokksmenn Salandra’s og Sonnino’s, sem áður höfðu talið sig ihaldsmenn, tóku eftir ófriðinn upp flokksheitið liberalir demokratar, og mun einmælt, að báðir flokkarnir hafi verið jafn-vel eða jafn- illa að þessum nöfnum komnir. Vafalaust hefir Giojitti verið einn mikilhæfastur stjórnmálamaður ítala á hin- um síðustu áratugum, enda hefir hann margsinnis far- ið með völdin. Hann var að mörgu leyti skarpskyggn maður og margfróður um stjórnmálefni, skörungur mikill í þingsalnum og allra manna lagnastur bak við tjöldin. En honum hefir verið borið á hrýn, að tvennt hafi liann aldrei þekkt: hugsjónir eða samvizkubit. Að visu tjáir ekki að neita því, að hann vann mörg nýtileg verk í þjónustu lands síns. En þó voru flokkshagsinunir honum fyrir öllu, og gætti þess æ meir eftir því sem ald- ur færðist vfir hann. Hann kaus helzt að fara ekki hart að mótstöðumönnum sínum, heldur veiða þá og ginna með samningum og loforðum, embættum og fjármút- um. En í kosningahríðum sveifst hann einskis, enda mun hann manna mest hafa stuðlað að því, að öll heil- hrigð flokkaskipun í landinu ruglaðist og riðlaðist, svo að til vandræða horfði. Flestir aðrir þingforingjar ítala munu hafa verið með líku marki brenndir, þó að þá skorti hæfileika á móts við Giolitli. Það lætur að líkindum, að slikir stjórnmálamenn voru ekki vel fallnir til forustu á óaldarárum. Þeir voru van- ari því að skáka hvorir öðriun en að ganga á hólm við ólma krafta, sem einskis svifust. Enda reyndust þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.