Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 8
118
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
milli hinna borgaralegu flokka var afmáður. Þeir
kenndu sig að visu við íhald og framsókn, og höfuð-
l'lokkarnir greindust í mörg flokksbrot, sem hvert hafði
sitt heiti, en svo voru menn orðnir leiðir á allri þeirri
nafnapólitík, að gömlu flokkarnir þorðu varla að hera
heiti sín óbreytt og tókn þá upp á þvi að velja sjálfum
sér ýmsar nafnbætur. Þannig nefndust fylgismenn
G i o 1 i 11 i s lengi demokratiskir 1 i b e r a 1 a r, en
flokksmenn Salandra’s og Sonnino’s, sem áður
höfðu talið sig ihaldsmenn, tóku eftir ófriðinn upp
flokksheitið liberalir demokratar, og mun
einmælt, að báðir flokkarnir hafi verið jafn-vel eða jafn-
illa að þessum nöfnum komnir. Vafalaust hefir Giojitti
verið einn mikilhæfastur stjórnmálamaður ítala á hin-
um síðustu áratugum, enda hefir hann margsinnis far-
ið með völdin. Hann var að mörgu leyti skarpskyggn
maður og margfróður um stjórnmálefni, skörungur
mikill í þingsalnum og allra manna lagnastur bak við
tjöldin. En honum hefir verið borið á hrýn, að tvennt
hafi liann aldrei þekkt: hugsjónir eða samvizkubit. Að
visu tjáir ekki að neita því, að hann vann mörg nýtileg
verk í þjónustu lands síns. En þó voru flokkshagsinunir
honum fyrir öllu, og gætti þess æ meir eftir því sem ald-
ur færðist vfir hann. Hann kaus helzt að fara ekki hart
að mótstöðumönnum sínum, heldur veiða þá og ginna
með samningum og loforðum, embættum og fjármút-
um. En í kosningahríðum sveifst hann einskis, enda
mun hann manna mest hafa stuðlað að því, að öll heil-
hrigð flokkaskipun í landinu ruglaðist og riðlaðist, svo
að til vandræða horfði. Flestir aðrir þingforingjar ítala
munu hafa verið með líku marki brenndir, þó að þá
skorti hæfileika á móts við Giolitli.
Það lætur að líkindum, að slikir stjórnmálamenn voru
ekki vel fallnir til forustu á óaldarárum. Þeir voru van-
ari því að skáka hvorir öðriun en að ganga á hólm við
ólma krafta, sem einskis svifust. Enda reyndust þeir