Vaka - 01.04.1927, Side 16
120
ÁttNI PÁLSSON:
[ V A K A '
sem gerðist á þingi ítala árin 1921 og 1922, en þess eins
skal getið, að stjórnarskifti voru tíð og flest fór í ólestri.
Mussolini var nú tekinn að lyfta hramminum gegn ríkis-
stjórninni, sem hvað eftir annað varð að lúta boði hans
og banni.
Það er alinælt, að þjóðernissinnar og fascistar hafi
haft miklar ráðagerðir um það í nóvembermánuði 1921
að hefja uppreisn og gera stjórnarbyltingu. Var þá til-
ætlunin, að d’Annunzio yrði alræðismaður, en hann brást
af einhverjum ástæðum, þá er á átti að lierða, og varð
því ekkert úr þeirri ráðagerð að því sinni. En eftir það
var Mussolini einn um hituna sem sjálfkjörinn foringi
allra þjóðernissinna og herveldismanna. Um sumarið
1922 varð enn allmikill órói og verkfallshreyfingar með-
al sumra starfsmanna rikisins. Gengu þá svartstakkar
enn vel fram með bareflum og skammbyssum, en hins
vegar greip ofboðsleg skelfing yfirstéttirnar, sem óttuð-
ust, að allt niundi fara í bál og brand enn þá einu sinni.
Gild rök hafa verið leidd að því, að sá ótti hafi verið
með öllu ástæðulaus, en Mussolini skynjaði, að nú var
hann talinn bjargvættur lýðs og lands af miklum hluta
þjóðarinnar, og afréð að láta nú ekki tækifærið ónotað.
Um þessar mundir var F a c t a forsætisráðherra,
lítill skörungur og svo valtur i sessi, að allir vissu, að
stjórnardagar hans mundu bráðlega taldir. Ýmsir voru
tilnefndir sern eftirmenn hans, en þó minntist enginn
á Mussolini. Hann hafði lýst því yfir í stefnuskrá fascista,
að hann og flokksmenn hans væru lýðveldisinenn, og þótti
því ekki árennilegt fyrir konung að gera hann að ráð-
gjafa sínum. En nú tók Mussolini að láta á sér skilja, að
hann væri konunghollur og að ekki mundi á sér standa
að styðja konungsvaldið. Þessum nýju sinnaskiftum hans
var tekið með fögnuði af mörgum, sem urðu fegnir
að geta stutt fascista og fyllt flokk þeirra, án þess að
hregða trúnaði við konung.
í októberinánuði kallaði Mussolini saman fascista-