Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 17
vaka]
MUSSOLINI.
127
þing mikið í Neapel og hélt um leið herslcoðun á liðs-
sveitum sínum, sem hann hafði kallað þangað. Mörg-
um tók nú að vaxa í augum vald þessa borgara, sem
réð yfir heiluin her, er hafði unnið honum einum trún-
aðareiða. En Facta lýsti því yfir, að hann væri óhrædd-
ur um, að allt mundi fara fram með friði og spekt í
Neapel. Honum varð þó ekki að von sinni. 26. okt. skor-
uðu nokkrir mikilsmegandi fascistar á hann að leggja
tafarlaust niður völd, auðvitað samkvæmt skipun frá
Mussolini, sem þá var koiriinn norður til Milano, en þar
átti hann mikið undir sér. Facta þorði ekki annað
en hlýða (27. okt.). En að kvöldi þess dags hófst upp-
reisnin. Mussolini stefndi samari hersveitum sínum
hvaðanæva. Ráðuneytið, sem enn þá gegndi störfum,.
átti fund með sér um nóttina og ákvað að hefjast
handa og lýs'a landið í hernaðarástandi. En enginn treysti
ráðuneytinu, sem þar að auki hafði nýlega sagt af sér,
og konungi var leitt fyrir sjónir, hvílík ógæfa mundi
af hljótast, ef borgarastyrjöld hæfist í landinu, og þar
að auki væri vanséð, hvort ríkisherinn fengist til þess
að berjast gegn fascistum. Þess vegna varð ekki neitt
úr neinu. 31. okt. hélt Mussolini hátíðlega innreið sína í
Rómaborg í fararbroddi fyrir 30,000 svartstökkum og
tók samstundis öll völd í sinar hendur. Þingræðið tá
nú ráðþrota fyrir fótum hans.
Stjórnaraðferðir Mussolini’s.
Mussolini hefir verið alræðismaður Ítalíu síðan 31.
okt. 1922 og beitt slíkum aðferðum til að tryggja og
efla völd sin, að slíks eru hvergi dæmi fyr eða síðar
nema á Rússlandi, síðan Sovjetstjórnin brauzt þar til
valda. Enda er ekkert vissara en að Mussolini er læri-
sveinn rússnesku byltingarmannanna, þótt hann hafi
svikið þau goð, sem hann blótaði eitt sinn ekki síður
en þeir.
1 upphafi settust menn úr ýmsum flokkum í ráðu-