Vaka - 01.04.1927, Side 18
128
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
neyti Mussolinis, þvi að menn gerðu sér vonir um, að
hann mundi spekjast og stillast, eftir að hann hafði
fengið völdin, og að gerlegt mundi að beina fascista-
hreyfingunni inn á löglegar brautir. En þær vonir brugð-
ust gersamlega, og eftir nokkurn tíma hurfu allir úr
ráðuneytinu nema auðsveipir þjónar alræðismannsins.
Mussolini verður og tæpast sakaður um það, að hann
hafi reynt að grímuklæða sig eftir að hann brauzt til
valda. Hann var ekki myrkur í máli hið fyrsta sinn, er
hann sýndi sig á þinginu eftir valdaránið. Hann komst
svo að orði, að hann hefði getað gert þetta gamla,
skuggálega þinghús að hermánnaskála fyrir
svartstakka sína, ef hann hefði viljað, en ann-
ars væri þinginu nú í sjálfsvald sett, hvort það vildi lifa
í tvo daga eða þau tvö ár, sem eftir voru af kjörtíma-
bilinu. En svo svinbeygt var þingið og slik ógn stóð því
af ofbeldismanninum, að það þorði ekki annað en að
samþykkja trausts-yfirlýsingu til ráðuneytisins. Með
þeirri yfirlýsingu greiddu allir flokkar atkvæði, nema
jafnaðarmenn.
Það er vitanlega ókíeift að lýsa hér í krók og kring
því stjórnarfari, sem ríkt liefir á Ítalíu á þessum ár-
um. Hryðjuverkin og lagabrotin hafa dunið yfir svo títt
og ótt, að frásagnir um það mundu furðu-langar, þótt
að eins væru til tínd nokkur höfuðatriði. Hér verður
því að eins sagt frá fáeinuin viðburðuin, sem ættu að
geta lýst ástandinu sæmilega vel.
Þrátt fyrir alla fyrirlitningu Mussolinis á þinginu,
hefir honum ekki þótt ráðlegt að afnema það með öllu.
En hann hefir lagfært kosningarlögin á þá leið, að hann
getur alltaf verið viss um öruggan meiri hluta. Sam-
kvæmt þessum lagfærðu lögum fóru fram kosningar á
Ítalíu í aprílmánuði 1924. Þrátt fyrir lagfæringuna og
þá blygðunarlausu kjörkúgun, sem fascistar beittu um
land allt, komust þó miklu fleiri andstæðingar stjórn-
arinnar á þing en við hefði mátt búast. Fascistar fengu