Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 18

Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 18
128 ÁRNI PÁLSSON: [vaka] neyti Mussolinis, þvi að menn gerðu sér vonir um, að hann mundi spekjast og stillast, eftir að hann hafði fengið völdin, og að gerlegt mundi að beina fascista- hreyfingunni inn á löglegar brautir. En þær vonir brugð- ust gersamlega, og eftir nokkurn tíma hurfu allir úr ráðuneytinu nema auðsveipir þjónar alræðismannsins. Mussolini verður og tæpast sakaður um það, að hann hafi reynt að grímuklæða sig eftir að hann brauzt til valda. Hann var ekki myrkur í máli hið fyrsta sinn, er hann sýndi sig á þinginu eftir valdaránið. Hann komst svo að orði, að hann hefði getað gert þetta gamla, skuggálega þinghús að hermánnaskála fyrir svartstakka sína, ef hann hefði viljað, en ann- ars væri þinginu nú í sjálfsvald sett, hvort það vildi lifa í tvo daga eða þau tvö ár, sem eftir voru af kjörtíma- bilinu. En svo svinbeygt var þingið og slik ógn stóð því af ofbeldismanninum, að það þorði ekki annað en að samþykkja trausts-yfirlýsingu til ráðuneytisins. Með þeirri yfirlýsingu greiddu allir flokkar atkvæði, nema jafnaðarmenn. Það er vitanlega ókíeift að lýsa hér í krók og kring því stjórnarfari, sem ríkt liefir á Ítalíu á þessum ár- um. Hryðjuverkin og lagabrotin hafa dunið yfir svo títt og ótt, að frásagnir um það mundu furðu-langar, þótt að eins væru til tínd nokkur höfuðatriði. Hér verður því að eins sagt frá fáeinuin viðburðuin, sem ættu að geta lýst ástandinu sæmilega vel. Þrátt fyrir alla fyrirlitningu Mussolinis á þinginu, hefir honum ekki þótt ráðlegt að afnema það með öllu. En hann hefir lagfært kosningarlögin á þá leið, að hann getur alltaf verið viss um öruggan meiri hluta. Sam- kvæmt þessum lagfærðu lögum fóru fram kosningar á Ítalíu í aprílmánuði 1924. Þrátt fyrir lagfæringuna og þá blygðunarlausu kjörkúgun, sem fascistar beittu um land allt, komust þó miklu fleiri andstæðingar stjórn- arinnar á þing en við hefði mátt búast. Fascistar fengu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.