Vaka - 01.04.1927, Síða 19
VA KA
MUSSOLINI.
129
4y2. millj. atkvæða, en andstæðingar þeirra 3 millj. En
svo var um hnútana búið, að fascistar réðu samt sem
áður vfir % hlutuin þingsætanna.
Þingið kom saman hinn 24. inaímánaðar. Það fannst
á þegar í þingbyrjun að fascistum var óvenjulega skap-
þungt til andstæðinga sinna. Munu þeir hafa verið óá-
nægðir með úrslit kosninganna og voru því i vígahug.
Einn af þingmönnum jafnaðarmanna hét Matteotti.
Hann var maður á léttasta skeiði, 39 ára gamall, hafði
farið með ýmis trúnaðarstörf fyrir hönd flokks sins og
naut almennrar virðingar fyrir hæfileika sína, einurð og
skapfestu. Hann var einn af foringjum hinna hófsamari
jafnaðannanna og hafði aldrei farið leynt með óbeit
sína á hroka og hryðjuverkum fascista. Árið 1924 gaf
hann út hók, sem fletti miskunnarlaust ofan af öllu
atferli þeirra. Þegar er á þing kom hófust hinar snörp-
ustu umræður um allt ástand landsins. Hinn 30. maí
kvaddi Matteotti sér hljóðs og hélt snjalla ræðu. Lýsti
hann m. a. kosningarnar ógildar vegna þeirrar kúgun-
ar og vélræða, sem beitt liafði verið í kosningarhríðinni.
Fascistar æptu að honum sem ærir menn, meðan liann
hélt ræðuna, og Iétu dynja yl'ir hann hótanir og hrak-
yrði. Þá er Matteotti gekk út úr þingsalnum eftir fund-
inn, sagði hann við einn af félögum sínum : „Nú máttu
fara að taka saman líkræðuna yfir mér!“ Sú spá, sem
fólst í þeim orðum, átti sér ekki Iangan aldur. Hinn 10.
júní hvarf Matteotti. í fyrstu grunaði vini hans ekkert,
því að þeim var kunnugt, að hann hafði ætlað sér að
takast ferð á hendur til Vínar, og vonuðu þeir í lengstu
lög, að hann hefði þangað farið. En hinn 12. júni kom
Mussolini á þingið og lét þess getið, að grunur léki á,
að ekki væri allt með felldu um livarf Matteottis. Þótt-
ist hann hugsjúkur út af þessu, og kvað það nrundu
vekja hann og gremju stjórnar og þings, ef glæpur hefði
verið framinn á Matteotti. Þá gall við einn þingmað-
ur úr flokki jafnaðannanna: „Þá er Matteotti dauð-
9