Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 22
132
ÁRNr PÁLSSON:
[vaka]
ar hans haí'i hinar mestu inætur á sór. En aðrir segja.
að konungur só í raun og veru bandingi fascista og ineð
öllu ófrjáls maður. Það eitt virðist víst. að hann hefir
hingað til ekkert bolmagn haft til þess að rísa gegn
Mussolini, þó að hann hefði haft fullan vilja til þess.
En af Matteotti-málinu er það annars að segja, að svo
reyndist hór sem oftar, að „blóðnæturnar eru bráðastar“.
Mussolini hafði að vísu verið miður sín fyrstu dagana
eftir morðið, en náði sór bráðlega aftur. Rannsókn ináls-
ins var haldið áfram, en hún var rekin á svívirðilegan
hátt og glæpi söðlað á glæp ofan. Hinn 9. okt. 1925 lagði
ákærandi ríkisins fram sóknarskjal á hendur morðingj-
um og ráðbönum Matteottis. Þar segir svo, að tilgangur
þeirra hafi aldrei verið annar en sá, að gera Matteotti
glettingar og fara með hann nauðugan eitthvað út fyrir
borgina honum til storkunar. En hann hafi brugðizt ti!
varnar og af því hafi hlotizt, að hinir hafi orðið honum
að bana —- óvart! Skýrslur þeirra Finzis, Rossis og Fili-
pellis voru taldar markleysa ein. Nú er þess að geta,
að um sumarið 1925 hafði konungur setið 25 ár að völd-
um og voru mönnum þá gefnar upp sakir allar nema
þær, er ræddu um morð eða manndráp. Þess vegna lagði
ákærandi ríkisins til, að þeir sem stofnað höfðu til
,,glettinganna“ við Matteotti skyldu njóta náðunar kon-
ungs og vera frjálsir af öllum ákærum. En hinir, sem
verið höfðu að viginu, skyldu ákærðir um brottnám
hans og um glapvíg, er þeir höfðu orðið honum að
bana óviljandi. Nokkrum mánuðum síðar var kveð-
inn upp dómur yfir þeiin. Tveir þeirra voru sýknaðir
með öllu, en þrír — þar á meðal Dumini — voru dæmd-
ir til nokkurra ára fangelsisvistar. En sá tími, er þeir
höfðu setið í gæzluvarðhaldi, var dreginn frá, og þar að
auki nutu þeir náðunar konungs um brottnámsmálið,
svo að fangelsisvist þeirra varð ekki nema 2 mánuðir
og 20 dagar.
Þar með var það mál úr sögunni. Einn af útlögum