Vaka - 01.04.1927, Side 29
V A K A ,
MCSSOLINI.
139
vizkusamari í fjármálum en þeir hafa reynzt á öðrum
sviðum, ef það lánast vel. Og svona mætti halda Iengi
áfram. Allt ráð lands og lýðs á Ítalíu er nú í höndum al-
máttugs flokkshöfðingja, sem þarf ekki að gera neinum
reikning ráðsmennsku sinnar nema sjálfum sér.
Mussolini komst einu sinni svo að orði, að sér væri
það leikur einn og ánægja, að „traðka hið rotnaða hræ
frelsisins undir fótum sér“. Nú hefir ítalska Jjjóðin lært
að meta, hvers virði borgaralegt frelsi er. Nú hafa synd-
ir og afglöp þingræðisins komið henni í koll, og er nú
seint að iðrast eftir dauðann, að ekki var gripið i taum-
ana meðan tími var til. Nú er svo komið, að enginn mað-
ur i landinu getur stigið eitt spor, án þess hann hafi
njósnarmenn á hælunum og enginn veit, hvar hann á
óvinum að mæta, svo að úlfúðin og óróinn er kominn inn
á hvert einasta heimili og jafnvel nánustu vandamenn
tortryggja hverjir aðra. Fascistar þykjast einir vera
sannir ítalir, alla hina telja þeir í raun og veru fjand-
nienn föðurlandsins. Blaðaeinveldi sitt nota þeir auðvit-
að til miskunnarlausra og smásmugulegra ofsókna gegn
ahdstæðingum sínum. En þeir hal’a mörg önnur ráð til
þess að leika þá sem hraklegast og gera þá sem auvirði-
legasta. Ein ofsóknaraðferð þeirra er sú, að þeir kúga
menn til þess að gleypa i sig hálfar eða heilar flöskur
af ameríkskri olíu, og mun ekkert af hinum minni hátt-
ar þorparabrögðum þeirra hafa vakið jafn almenna and-
styggð bæði utanlands og innan. Margir talsmenn
Mussolinis hafa reynt að afsaka hann með því, að rangt
vaíri að krefja hann til reikningsskapar fyrir allar mis-
gerðir flokksmanna sinna. En Mussolini lítur sjálfur
öðru vísi á það mál. Hinn 3. jan. 1925 lýsti hann vfir
því á þingi, að hann bæri ábyrgð á ö 11 u m gerðum
fascista bæði fyr og síðar, enda hefir það oft komið í
ljós, að hann þolir engar efasemdir um það, að hann
e i n n stjórni flokknum. Hann mun því ónauðugur hafa
tekið við tignarnafninu hertogi (il duce), sem fasc-