Vaka - 01.04.1927, Page 31
, VAKA
MUSSOUNI.
141
segist auðvitað hafa hlásið anda sjálfstrausts og starfs-
nautnar í nasir þjóðarinnar, en á slíkum fullyrðingum
hafa fascistar nú tönnlast svo lengi, að menn eru farn-
ir að þreytast á þeim. Hins vegar minnist hann tæpast
á fjárhag landsins, og af framkvæmdum sinum segir
hann það helzt, að gerð hafi verið rafmagns-braut milli
Rórnaborgar og Ostia, — og þar með framkvæmt verk,
sem hinar eldri stjórnir hafi verið að bollaleggja um í
20 ár, — að öðru stórvirki, geysimikilli vatnsveitu í
Apúlíu, hafi verið hrundið í framkvæmd, að verið sé að
grafa hin lengstu járnbrautargöng í heimi milli F’lórenz
og Bologna og að nú sé nálega lokið við nýja járnbraut
milli Rómaborgar og Neapel. Mussolini bætir því við, að
hann hafi mörg viðlíka stórræði í huga, en dýru verði
kaupa ftalir þau mannvirki, ef afrek fascista eru engin
önnur en þessi.
Fascistar fullyrða, að Mussolini hafi bjargað ítaliu út
úr fjármála ógöngunum. Fjárhagsmál Ítalíu eru flókn-
ari og margbrotnari en svo, að gerð verði grein fyrir
þeim hér. Andstæðingar Mussolinis þverneita því, að
hann hafi unnið nokkur kraftaverk á fjármálasviðinu,
og skulu hér tilfærðar nokkrar mótbárur þeirra gegn full-
vrðingum fascista.
Fascistar þakka sjálfum sér, hve mjög tekjuhallinn
á fjárlögunum hafi lagfærzt hin síðari árin. Andstæðing-
ar þeirra segja, að þyngsta þrautin hafi verið unnin áð-
ur en Mussolini brauzt til valda. Tekjuhallinn hin fyrstu
ár eftir styrjöldina stafaði aðallega af þvi, að þá var
óhjákvæmilegt að borga sumar af þeim stórskuldum,
sem safnazt höfðu fyrir á ófriðarárunum, ef ríkið átti
ekki að lýsa sig gjaldþrota. 1918—19 var tekjuhallinn
22,700 mill., 1919—20: 7,885 raill., 1920—21: 17,409
mill. og 1921—22: 15,670 mill. Hallinn jókst eða rýrn-
aði eftir þvi sem skuldirnar féllu í gjalddaga. En árið
1922 fór fyrst að rofa í skýjum, svo að menn sáu út úr
verstu ógöngunum. Síðan hefir Mussolini haldið áfram