Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 35
VAKA ]
MUSSOLIXI.
145
er víst, að Mussolini hefir verið albúinn iil þess að
heiniila kaþólsku kirkjunni afskifti og völd yfir skólum
ríkisins. En gegn þeim kröfum kirkjunnar hafa allir
frjálslyndir floklcar á Ítalíu jafnan staðið öndverðir. Nú
virðist þó svo komið, að páfa sé hætt að lítaSt á blikuna,
svo sem fyr sagði.
Þessi ritgerð hefir orðið miklu lengri en til var ætlazt
i upphafi og verður því ekki tóm til að rita neitt um
utanríkispólitík Mussolinis að þessu sinni. Þess verður
þó að geta, að elíki mun nokkur maður nú vera uppi,
-sem er háskalegri heimsfriðnum en hann. Hann steytir
hnefann í sífellu, ýmist gegn Grikkjum, Jugo-Slövum,
Frökkum eða jafnvel Englendingum. Hann talar uin að
gera Ítalíu að keisaradæmi — rómversku keisara-
dæmi! — og að „bregða sverði Scipiónanna úr slíðr-
um“! Blöð hans rita eldrauðar æsingargreinar um, að
Ítalía þurfi að eignast Tunis, miklar spildur af Litlu-
Asíu ströndum, ítök í Marokku o. s. frv. Er manninum
alvara eða er þetta eintómur hávaði? Það veit enginn.
En þó er líklegast, að hann haldi slíkar ræður til þess
að friða þann þjóðernisofsa, sem hann hefir æst upp
í flokki sínum, og til þess að beina augum þjóðarinn-
ar út á við, því að mörgum þykir nú ófagurt um að
litast heima fyrir. Enda eru þess ekki einsdæmi, að harð-
stjórar hafi neyðzt til þess að steypa sér út í ævintýri
utan ríkis, þegar þeir voru komnir í ógöngur innan-
lands.
Enginn veit, hvað lengi Mussolini muni haldast á al-
ræðisvöldum sínum. Hann hefir ranghverft ölluin sið-
ferðisleguin stjórnmála-hugsjónum 19. aldar og fært heil-
hrigt þjóðskipulag á Italíu svo gersamlega úr skorðurn,
að ekki er annað sýnna en að geysilegt syndaflóð komi
y’fir Iandið, þegar stjórnardagar hans eru allir.
Árni Pálsson.
10