Vaka - 01.04.1927, Side 39
[vaka]
SILFRIÐ KOÐRANS.
149
sem venjan eða lögin tiltóku, þá olli ])að vandræðum
i viðskiftum. Þetta má skýra með dæmi. Segjum að
leigumáli jarðar sé og hafi verið 1 kúgiildi. Þá ber
leiguliða að gjalda í fardögum hverjum eina lcú eða G
ær loðnar og lembdar. Hugsum oss nú að verð á naut-
peningi og ásauðum hreytist svo, að í almennum við-
skiftum þurfi 10 ær á móti einu kýrverði. Þetta notar
landseti sér auðvitað og geldur 0 ær, en ekki eina kú,
eða ef hann af einhverjum ástæðum er neyddur til að
láta fremur kú en ær, þá lætur hann lélega kú, og Iand-
eigandi sættir sig við að taka lélega kú, allt hvað
hún er ekki lengra fyrir neðan meðallag en svo, að
hún jafngildi þó fvllilega (> ám eða s/,0 af fullkomnu
kýrverði.
Þegar silfrið hækkaði í verði, hlaut það að lúta þessu
saina viðskiftalögmáli. Menn hliðruðu sér hjá að gjalda
í silfri, ef löglegt var að gjalda i öðrum aurum, og ef
eigi varð komizt hjá að gjalda i silfri, þá sviku menn
gjaldeyrinn með því að blanda hann ódýrari málmum.
Loks skarst löggjafarvaldið í leikinn, og ákvað að i
,,lögsilfri“ eða gjaldgengu silfri skyldi þó vera fullur
helmingur silfurs, en allt að helmingi máttu vera ódýrir
málmar (eir).
Um þetta segir nú í Grágás, í niðurlagi Baugatals,
sem Björn M. Ólsen telur að hafi verið fært í letur hjá
Hafliða Mássyni að Breiðahólslað í Vesturhópi vet-
urinn 1117—18, er fyrsl var byrjað að rita lögin:
„Þat er silfr sakgilt í baugum ok svá í þökum ok
þveitum, er eigi sé verra en var lögsilfr it forna, þat er
10 peningar geri eyri ok meiri sé silfrs litr á en mess-
ingar ok þoli skor ok sé jafnt utan sem innan. Enda
er rétt at gjalda ]iat í lögaurum öllum“.
Þetta „lögsilfr it forna“ er blandað allt að því til
helminga með eiri, og var einnig nefnt b 1 e i k t s i 1 f r ,
eftir litnum. Á öðrum slað i Grágás segir svo:
„f þann tíð er kristni kom i'it hingat til íslands gekk