Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 41
f VA K A ]
SILFRIÐ KOÐRANS.
151
aura sem hann seldi (á leigu) og lögleigu með. Það er
nú mjög ósennilegt, að Koðran hat'i getað eða þorað að
taka hærri fjárleigur en lögleiguna, gegn svo skírum
ákvæðum laganna. En það voru óríkir menn, sem tóku
fé og jarðir á leigu, og það voru venjulega smáar upp-
hæðir, sem gjalda skyldi hverju sinni. Ríkur og ágjarn
lánardrottinn, eins og Koðran, gat hagnazt á þvi, að
heimta b e t r i a u r a , en þá er Iakasta mátti gjalda
að lögum. Það var ekki á færi hvers smælingja, að sjá
það með vissu, hvort silfur var löglegt eður eigi. Frá-
leitl höfðu aðrir en silfursmiðir eða ríkir menn tæki
til að bræða (brenna) silfur og blanda það rétt til
lögsilfurs. Þegar greiða átti fjárleigur eða landskyldir í
silfri, var ofrikismanninum auðvelt að kasta hinu
bleikasta úr, jafnvel þótt það hefði staðizt lögsilfurs
raun, og heimta betri peninga, ef gjaldandi átti þá tjl.
En þá galt skuldunautur meira en réttligt var. Eg
hygg að hugsun Þórdísar sé rétt skilin svo, að henni
hafi litizt þetta silfrið nokkru skárra en hið fyrsta, þó
eigi nógu gott til farareyris utan, en gæðamunurinn
sá einn, sem Koðran hafði ranglega fengið.
Að erfðasilfur Koðrans hafi verið brennt silfur, er efa-
laust. Faðir Koðrans, Eilífur örn, var sjálfur landnáins-
maður, og hefir haft silfur sitt út með sér frá Noregi
sem aðrir landnámsmenn.
Öll þessi frásögn minnir nokkuð á sögu, sem gerðist
á Færeyjum 60 til 70 árum síðar. ólafur konungur
Haraldsson hinn digri hafði fengið færejrska höfðingja
til þess að játa sér skattgjaldi. Hann sendi skip áleið-
is til Færeyja til þess að heimta skatt, en til þess spurð-
ist ekki framar. Einu eða tveim sumrum síðar sendi
hann annað skip í sömu erindagjörðum, en það fór
alveg á söinu leið, aldrei spurðist neitt til þess skips.
1 þriðja sinn fékk hann Mæra-Karl til fararinnar. Sá
fékk Þránd gamla i Götu til þess að draga saman skatt-
inn um Austur- og Norðureyjar. Á þingi vorið eftir