Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 51
'váka'
FOKSANDUR.
161
annar en gálginn og enginn staður í öðrum
heimi annar en eitthvert helvíti“. (Vörður, 1. tbl.
1927).
Eg hef átt á ýmsu von af E. H. Kv. Eg hef haldið
því fram, að kærleiksboðskapur hans væri reistur á
foksandi ábyrgðaiieysis og leikhyggju, svo að sá grunn-
ur hlyti að bregðast, ef nokkuð reyndi á. En jafnvel
mér kom svona gagngerð kollsteypa nokkuð á óvart.
E. H. Kv. hefur hvað eftir annað gert yfirlýsingar um
ranglæti og skaðsemi refsinga. Nú gælir hann við gálg-
ann sjálfan. Flestum nútíðarmönnum hrýs hugur við
að trúa á helvíti. E. H. Kv. virðist nú helzt trúa á þau
fleiri en færri. Eða er leyfilegt að hugsa svona um
Styr, af því að hann er löngu látinn? Eiga ekki árnað-
arbænir vorar að létta syndurunum baráttuna hinum
megin? Voru það ekki illar hugsanir, sem Móri sagði,
að hefði „magnað gegn sér sandbyl haturs og forsmán-
ar“? Eða er það svo, að þarna hafi fokið burt sand-
urinn á bletti og skíni i hart grjótið, hinn „heiðna eðl-
isgrunn“, sem E. H. Kv. er svo illa við að láta nefna?
III.
Dómurinn um Víga-Stj'r myndar eins konar vega-
mót í deilu okkar E. H. Kv. Það er því ekki ástæðulaust að
rifja upp helztu áfangana, því heldur sem honum virðist
ekkert áhugamál að láta aðalatriðin koma skýrt fram.
I greininni „Undir straumhvörf“ benti eg á, að fyrir-
gefningar-boðskapurinn væri rauði þráðurinn í síðustu
bókum E. H. Kv. En fyrirgefningin væri með mörgu
móti. Því skifti mestu máli, á hverri undirstöðu þessi
boðskapur væri reistur. Eg sýndi síðan fram á, að
grundvöllurinn hjá E. H. Kv. væri ábyrgðarleysi og
siðferðilegt kæruleysi. Því yrði niðurstaðan ekki nema
lítil fyrirgefning lílilla synda, sem brygðist, ef á reyndi,
en gæfi hins vegar allri linku undir fótinn og yrði
skálkaskjól hinna verstu manna. í þjóðfélag vort væri
n