Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 52
162
SIGUKÐUK NOKDAL:
[vaka]
nú miklu fremur þörf á meiri festu og alvöru en aukinni
tilJátssemi.
E. H. Kv. svaraði í grein, er hann nefndi „Kristur
eða Þór“. Hann hélt því þar fram, að kærleiks-hugsjónir
kristninnar væri það sama og hann hefði haldið fram.
Kristur varaði við hörðu dómunum og legði „ægilega
áherzlu" á fyrirgefninguna. Þessum kenningum kvaðst
hann ekki hafa hafnað. Ef eg réðist á sig, réðist eg á
kristnina (Ivrist).
í greininni „Heilindi“ bar eg ekki brigður á, að sið-
ferðishugsjónir kristninnar væri fagrar og háleitar, en í
reyndinni hefði Vesturlandaþjóðunum orðið svo erfitt
að sýna óvinum sínum réttlæti, hvað þá kærleika, að
auðsjáanlega væri eins hollt að láta minna og lifa bet-
ur. Jafnvel E. H. Kv. tækist ekki í deilugrein, sem rituð
væri í skjóli kristninnar, að sýna andstæðingi sínum
sanngirni. Gegn þessum óheilindum þyrftum vér fram-
ar öllu að vega, tengja saman skoðanir og breytni, jafn-
vel þó að til þess þyrfti að vinna að lækka hugsjónirnar.
E. H. Kv. finnst það í greininni „Öfl og ábyrgð“
skemmtileg tillaga að vér eigum „að losna við fegurstu
hugsjónirnar, sem vér höfum eignazt á siðferðislega svið-
inu“, og finnur það helzt til skýringar þessari firru, að
mér hafi þótt hann allt of harðleikinn við mig*). En
*) E. H. Kv. byrjar grein sína með bví að rangsnúa orðum
mínum. Eg hafði í „Heilindum" hent gaman að ósanngirni
hans og reiðiliug. Og það er dálítið annað! En slíkir smámunir
eru fyrirgefanlegir manni, sem kominn er á raupsaldur. Mér
hefði yfirleitt ekki dottið í hug að vikja að hinni persónulegu
ádeilu E. H. Kv., ef hann færi þar ekki í einu atriði helzti
gálauslega með sannleikann. Hann lýsir það sem sé „tilliæfulaus
ósannindi“, að hann hafi „átt i því nokkurn þátt, beinan né ó-
beinan, að minnzt hafi verið á það i útlendum blöðuin“, að
með sér hafi verið mælt til bólsmenntaverðlauna Nóbels. Eg
skal segja á hverju ummæli mín voru reist. Haustið 1924 kom í
Politiken lofgrein um Georg Brandes. Fyrir ofan stóð í rit-
stjórafyrirsögn, að hún væri eftir islenzka rithöfundiun E. H.