Vaka - 01.04.1927, Síða 54
164
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
Þegar eg hafði sagt f'rá réttlætis-kröfu Confuciuss, vis-
aði E. H. Kv. henni frá með fullri fyrirlitningu. „Vér
mennirnir teygjum réttlætishugmyndina mikið meira en
hrátt skinn .... Það er undur lítil leiðbeining fyrir oss
að vísa oss á réttlætið eitt út af íyrir sig“ (Morgunn VII,
79). En ætli það sé ekki líka dálítið teygjanlegt, hvað
er að vera flón eða rsefill? Eg efast ekki um, að Víga-
Styr hefði fundizt hann vera hvorttveggja, ef hann hefði
farið að þyrma óvinum sínum eða hæta víg þeirra að
þarflausu.
í síðasta kafla þessúrar ritgjörðar gerir E. H. Kv. eina
persónuna í Fornum ástum, Álf frá Vindhæli, að um-
talsefni. Dómurinn um hann er eins og undirbúningur
að dóminum um Viga-Styr.
P’yrst koma forsendurnar. Auðvitað er ekki bent á
neitt Álfi til málsbóta. Efnið í Hel er rakið með skilningi
og smekk Imbu vatnskerlingar: Álfur hefur „velt sér úr
einum kvenfaðminum í annan“ og „hellt úr sér ókjör-
um al' fimbulfambi slæpingsins“. Samkvæmt þessu er
dómur sá, sem eg hugsa mér, að yfir hann gangi í öðr-
um heimi, óhæfilega vægur.
Eg efast ekki um, að ef Álfur hefði verið persóna í
sögu eftir E. H. Kv„ hefði skáldið skilið, að allt líf hans
var þroskaleit, þótt á refilstigum væri, og guð var sjálf-
ur i þeirri leit. Og hann hefði skilið við Álf, líkt og Ey-
vind, sem „ofurlítinn, elskulegan, vængjaðan guð, sem
gekk illa að rata í skýjunum“. Álfur geldur höfundar-
ins. Hann kemur undir lögmálið, en ekki náðina. Mis-
gjörðir feðranna koma niður á börnunum.
Þegar eg les nú Hel yfir, þykir mér vænt um, hve margt
er öðru vísi sagt en eg myndi nú vilja. Eg tek það sem
merki þess, að eg hafi ekki staðið í stað. En skoðanir
mínar á lifinu, eins og þær koma þar fram í köflunum
„Dagur dómsins“ og „Gras“, eru í engu breyttar. Eg
hef ekki dregið fjöður yfir bresti Álfs né leynt skipbroti
hans i lifinu. Það er að vísu satt, að hann lendir hvorki