Vaka - 01.04.1927, Side 57
[vaka]
FOKSANDUR.
167
því að segja sög» af villimannahöfðingja, sem taldi 20
djöfla i prentvél eins af stórblöðunum ensku. Karlinn
hefur verið rammskyggn, miklu skyggnari en E. H. Kv.,
sem heldur, að prentvélin hafi verið „að vinna mikið
verk i þágu mannsandans". Prentlistin er vafalaust eitl
af mestu verðmætum mannkynsins; misbeiting hennar,
ekki sízt eins og hún kemur fram í stórblöðunum, eitt
átakanlegasta dæmi þess, hvernig blessun má snúa í
hölvun. Andinn nær efninu í þjónustu sína. En áður
en varir er hann sjálfur orðinn þræll og fangi þjóns-
ins.
IV.
Ef til vill hefur verið óþarft að drepa á sum at-
riðin hér að framan. Þeir menn, sem á annað borð hafa
skýrleik til þess að átta sig á veilunum í skoðunum E.
H. Kv., hafa þegar gert það. Eg veit sjálfur ósköp vel,
að honum er ekki alvara með dóminn um Víga-Styr,
fremur en ýmislegt annað, sem hann hefur gripið til í
þessari deilu. En ef menn hneykslast á, að vissir menn
eru í aðsendri Bjarmagrein kallaðir vikapiltar djöfuls-
ins, þá getur þeim varla þótt postula fyrirgefningar-
innar fara það vel að hengja mann á gálga og hrapa
honum svo til helvítis. Slíkur leiðtogi er meir í ætt við
veðurvita en áttavita.
Deila þessi mun nú niður falla frá minni hendi. Um
ýmis þeirra efna, sein eg hef drepið þar lauslega á, vona
eg að vísu að fjalla betur smátt og smátt. En um E. H.
Kv. og verk hans hef eg sagt nóg í bráðina. Sarnt lang-
ar mig lil þess að hnýta hér aftan við dálitilli játningu,
áður en eg lýk máli minu.
Eg byrjaði að vísu grein mína „Undir straumhvörf"
með því að benda á nokkura megingalla á síðustu skáld-
sögum E. H. Kv„ en samt býst eg við, að mörgum liafi
virzt sem við deildum eingöngu um lifsskoðanir og sið-
frajði. En þó að mér detti ekki i hug, að hókmenntir og