Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 63
[vaka]
UM HKRSÓGLI.
173
okkar óþrifkind í sauðahjör8“, segir S. E. (og snýr hér
injög augljóslega út úr orðum S. í>.). Hann tekur það
þó fram, að hann myndi „ekki finna ti) neinnar gleði,
þó Sigurði Þórðarsyni, 70 ára gömlum yrði hegnt með
harðneskju fyrir þessi skrif“(!). Hann segist fylgja
mannúðarstefnu hins nýja tíma. En hitt blandast hon-
um ekki hugur um, að sá sem varpar svo þungum á-
sökunum í garð ættjarðar sinnar, sem S. Þ . gerir, hann
hljóti að vera þjóðníðingur — eða svo ég noti orðalag
S. E. sjálfs, þá málar S. Þ. „alt svo svart, eins og það
væri einhver andskoti okkar þjóðar, sem vildi tylla
ótal drísildjöflum upp á hvern snaga í hinu litla þjóð-
félagi voru“.
Er hægt að komast öllu nær röksemdafærslu bæjar-
fógetans og lýðsins í „Þjóðniðingnum“ en S. E. fer í
þessari ræðu sinni?
Það er fyrir utan efnissvið þessarar greinar, að ræða
það við hver rök hefir að styðjast ádeila S. Þ. á ald-
arfarið og kvíðbogi sá, er hann ber fyrir framtíð ís-
lands. Um það mætti deila til eilífðar. Ef mæta skal
ræðu S. E. með rökum, þá verður fyrst fýrir þessi
spurning: Er einlæg og ósrikin ættjarðarást i því fólg-
in, að vera ánægður með samtíðina og bjartsýnn á
framtíðina?
h)f svo er, þá hal'a flestir spámenn Gamla testament-
isins og allar hrópandans raddir á öllum tímuin verið
þjóðníðingar.
Ef S. E. skrifaði bókmenntasögu íslendinga, og væri
sjálfum sér samkvæmur, þá myndu dómar hans sjálf-
sagt víða stinga mjög i stúf við þær skoðanir, er þjóðin
hefir hingað til haft á mörgum skálda sinna og ritsnill-
inga.
Jónas Hallgrímsson spurði:
Hvað er ])á orði'ð okkar start'
i sex hundruð sumur?
■og hann svaraði sjálfum sér: