Vaka - 01.04.1927, Page 65
[vaka]
UM BERSÖGLI.
175
ýmsa menn, er mest koma við opinbert líf okkar heitt
elskuðu íslenzku þjóðar — en sjálfur var hann ekki
nefndur á nafn. Þar var ekkert til þess að skyggja á
gleðina yfir ritsnilldinni, guðmóði ádeilunnar, bersögl-
inni um líf þjóðarinnar, bæði fyr og siðar ....
Og nú sæi S. E. hina miklu bókmenntasögu sína
hrynja til grunna.
Honum myndi skiljast að hin sárustu orð geta koin-
ið frá heitu og elskandi hjarta, hið sætasta smjað-
ur leikið á tungu án þess að nokkur strengur titri
að baki. Það myndi renna upp fyrir honum, að ætt-
jarðarvinur er hver sá, er finnur til með þjóð sinni í
sorg og gleði, hryggist yfir göllum hennar, svíður ó-
gæfa hennar, fagnar sigrum hennar, ann ágæti hennar
— hver sá, er ósjálfrátt tekur sterkan þátt í kjörum
og lífi þjóðar sinnar.
III. Gildi bersögli.
Bersöglir dómar um menn, mannaverk og tímans
tákn eru með öllum þjóðuin saltið, sem ver rotnun. En
að þvi eru tímaskifti í æfi þjóðanna, hve brýn sé nauð-
syn slíkra dóma. Hún er því minni, sem menning þjóð-
ar er traustari, og minnst gætir áhrifa þeirra á svo-
nefndum blómaskeiðum, gullaldartímum, þegar hásum-
ar er i þjóðlífi, þegar frumkraftar andagiftar og ofur-
hugar brjótast fram í öllum áttum. Á tímum stórfelldr-
ar sköpunar stafar þjóðunum sízt hætta af því, þótt
mistök og vansmíði séu látin liggja í þagnargildi.
Meðal ádeiluhöfunda og uppreisnaranda mannkyns
og einstakra þjóða eru hinar fjarskyldustu andstæð-
ur að innræti, viti og öllu manngildi. Og bersöglir dóm-
ar eru auðvitað eins misjafnir að verðmæti og höfundar
þeirra að ágæti.
Hin æðri tegund ádeilu er aldrei neikvæð nema að
formi til: I öllum anda hennar kennir ástar á lífinu,
vilja til að vinna að þróun og fegrun á einhverju sviði