Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 67
[VAKA
UM BERSÖGLI.
177
uð í samanburði við aðrar þjóðir oss skyldar, fyrir
handan haf. Margskonar ómenning, sem lítt gætir með
öðrum þjóðum, drottnar enn hér í landi, lífsseig og óá-
reitt, og gagnsýrir líf einstaklinga og þjóðarheildar. Af
núlifandi kynslóð verður að krefjast menningarlegra
framfara, hún lifir við betri hag og hefir til að bera
fjölbreyttari og almennari þekkingu en feður hennar.
Vér verðum m. a. smám saman að gera oss glögga grein
þess, hvar vér erum staddir, í öllum efnum, að hverju
beri að keppa, hvað sé verðmætt og hverju beri í eld að
kasta, af því sem nútíminn skapar. Öll sú rannsókn á
högum og háttum þjóðarinnar, sem hlýtur að verða leið-
arstjarna til framfara, verður minna en hálfgjörð, ef
ekki heyrast raddir, sem einurð hafa til þess að tala
bert og afdráttarlaust.
En því minna sem þjóðfélag er, því fleira leggst á eitt
um að kúga menn til þagnar, því hættara er við að
hlífiskildi sé haldið yfir hneykslum og bágbornum
verkum, og að meðalmennskan sé vegsömuð sem fyrir-
mynd. Það þarf harðgjörvari menn og sjálfstæðari í
eðli til að skrifa og tala skorinort og hispurslaust á
íslandi en í öðrum löndum. Vér lifum í „landi kunnings-
skaparins“, eins og Sigurður Þórðarson kemst að orði.
Ennfremur lifum vér í landi þar sem menn bregðast
teprulega og vesællega við opinberum aðfinnslum.
Ég gerði hér að framan nokkra grein fyrir tveim dæm-
um þess, öðru úr bókmenntunum, hinu úr ísl. stjórn-
málalífi, live mennirnir verða starblindir og ruglaðir,
þegar þeir eru sakfelldir opinberle'ga. Viðkvæmni manna
í þessum efnum, það geðrót og sú truflun á vitsmun-
um, sem hún veldur, má vera oss íslendirigum sérstakt
áhyggjuefni. Hún á alla sölc á því, Uð hér eru menn
hræddari við það en el’ til vill í flestum öðruin lönd-
um, að láta i Ijós skoðun, sem öðrum geti fallið miður.
Og þessi ótti stendúr þjóðlífi voru fyrir heilbrigði og
þrifum.
12