Vaka - 01.04.1927, Qupperneq 77
[vakaJ
BEETHOVEN.
' h
Þann 20. marz á þessu ári voru liðin hundrað ár frá
dánardægri Beethovens, eins hins mesta snillings allra
alda. Um gjörvallan hinn menntaða heim var þessa dags
minnst með hátíðahöldum og Beethoven-hljómleikum,
og lagði hver þjóð sitt bezta fram til að hylla minn-
ingu þessa ofurmennis. Einnig hér á landi var hans
minnst ineð hljómleikum, og er það gleðilegt tímanna
tákn, að vér erum að vakna til meðvitundar um, að vér
getuin ekki, þótt smáir séum, látið oss engu skifta, þegar
aðrar menntaþjóðir hylla konung í ríki tónanna — því
ríki, sem nær til allra án tillits til jijóðernis og tungu.
Flestir kannast hér við nafnið Beethoven, og margir
þekkja ýms af verkum hans, þau sem sarnin eru fyrir
píano. En það mun eiga nokkuð í land, að Beethoven rísi
hér upp í allri sinni dýrð. Á síðastliðnu sumri gafst
Reykvíkingum kostur á að heyra nokkur af hinum stóru
og voldugu orkesturverkum hans, þar á meðal hetju-
hljómkviðuna (sinfonia eroiea) og þá sjöundu, í ágætri
meðferð — auðvitað flutt af erlendri hljómsveit. Þeir
farfuglar hurfu aftur lil fjarlægra landa, og veturinn
lagðist yfir oss. En vorið er þó framundan. íslenzkt
tónlistalíf og íslenzk tónlist eru á hröðu framfaraskeiði.
Beethoven á eftir að fylla hugi íslendinga innan nokk-
urra ára, þegar vor eigin hljómsveit flytur hljómkviður
hans og önnur stórvirki. Þá renna upp nýir dýrðar-
dagar í íslenzku tónlistalifi.
Ludwig van Beethoven fæddist 1 (>. desemher 1770 í
Bonn við ána Rín. Hann var af hollenzku bergi brotinn
i föðurætt, og voru bæði faðir hans og afi tónlistainenn,
þó ekki afburðamenn. Beethoven var snemrna látinn