Vaka - 01.04.1927, Page 78
188
PÁLL ÍSÓLFSSON:
[vaka]
nema tónlist. Faðir hans, sem var óreglumaður og drykk-
felJdur, þröngvaði honum til æfinga og vildi gjöra hann
að undrabarni, líkt og Mozart. Hann var ekki nema 8
ára að aldri, þegar hann Jék opinberlega i Köln, og fyrstu
verk hans koinu á prent, er hann var 13 ára. Kennari
hans, Neefe, spáði, að Beethoven mundi verða annar
Mozart. En það átti fyrir Beethoven að liggja, að verða
honum meiri. Hann fór 22 ára gamalJ til Vínarborgar til
náms hjá Haydn. Samvinna þeirra geklc stirðlega, og
leitaði Beethoven sér annara kennara. Samt sá Haydn,
hvað í Beethoven hjó, og spáði hann miklu um það. Þegar
í fyrstu stórverkum sínum, trióum, sónötum og lcvartett-
um, og fyrstu hljómkviðu, fetar hann í fótspor þeirra
Haydn’s og Mozart’s, og er þá þegar jafnoki þeirra. En
hrátt brýzt eðli hans fram, hið feiknamikla skap, hin
djúpsæja slcyggni andans, sem ekkert tónskáld annað
hefir átt í jafnríkum mæli. Vínarborg var í þá daga mesta
tónlistaborg heimsins. Beethoven var brátt í hávegum
hafður, og lífið virtist brosa við honum. En ógæfa elti
hann. í æslcu þoldi hann miklar sálarkvalir vegna óreglu
föður síns og eymdar í föðurgarði. Hann var eldci eldri
en þrítugur, þegar hann fór að missa heyrn. Ágerðist það
síðan smám saman og gerði honum lifið lítt bærilegt.
Hann flýði mennina, varð einrænn og misskilinn. Um
þessar mundir ritar hann hið fræga „Heiligenstádter-
Testament“. Heiligenstadt er hverfi í útjaðri Vínai-horg-
ar, og dvaldi Beethoven þar um sumartíma. Þar ritar
hann bræðrum sínum raunasögu sina og fannst hún að
honum látnum. Hann Jýsir þar átalcanlega sálarkvöl-
um sínum, þegar heyrnin lulaði: „Það munaði minnstu,
að ég fyrirfæri mér“ segir hann, „það var listin ein,
sem bjargaði mér, ó, ég mátti elcld til þess hugsa að
yfirgefa þennan heim, án þess að leysa það af hendi,
sem mér fannst að mér bæri skylda til að framkvæma“.
Einnig í ástalífi sínu varð Beethoven fyrir sárum von-
brigðum. Hann elskaði afarheitt og fölskvalaust, en