Vaka - 01.04.1927, Síða 79
[VAKAj
BEETHOVEN'.
189
óhamingjan var æfinlega þriðja vera i þeim viðskift-
um. Að eins í ríki tónanna fann hann frið og hvíld.
Hann samdi hvert stórverkið á fætur öðru, umskapaði
og auðgaði hin gömlu form og nam ný lönd með hverju
verki. Menn hættu að skilja verk hans, og listdómarar
og músik-hýenur þeirra tíma rifu þau niður. En slíkt
hafði harla lítil áhril' á Beethoven. Hann fór sínar eigin
gotur og stefndi alltaf til meiri fullkomnunar.
Franska byltingin hafði mikil áhrif á Beethoven.
Hann trúði á lýðveldiskenningu Platons og treysti á
Napoleon sem þann mann, er l'relsa mundi þjóðirnar
undan oki einveldisins. Hann samdi Napoleoni til heið-
urs eitt af sínum stórkostlegustu verkum, hetjuhljóm-
kviðuna. En um líkt leyti og hljómkviðunni var lolcið,
lét Napóleon krýna sig til lceisara, 18. maí 1804. Beet-
hoven reif í bræði sinni tileinkunina af hljómkviðunní
og tróð hana undir fótum sér. í þeirri hljómkviðu er
hið l'egursta harmgöngulag, sem samið hefir verið.
Síðari ár æfi sinnar var Beethoven með öllu heyrn-
arlaus. En innri heyrn hans óx að sama skapi, og hver
veit hvílíkan þátt heyrnarleysið hefir átt i því, hver af-
burðasnillingur hann varð? Ef til vill hefir það neytt
hann til að hvessa innri heyrn sína að sama skapi og
ytri heyrnin fjaraði út. Þetta hefir eflaust opnað hon-
um nýja tilveru, þar sem hann gat starfað óháður
vanal'jötrum líkamsheyrnarinnar.
Mér finnst, að aldrei hafi neinn listamaður í raun og
veru verið jafn einmana og Beethoven. Það er því enn
furðulegra, að hann skyldi á þessum árum syngja lof-
söng til gleðinnar. En hinar háleitu siðferðishugsjón-
ir, sem hann bar alla tið i hrjósti, hjálpuðu honum til
að sigrast á mótlætinu og yfirvinna sjálfan sig. Hann
elskar, elskar allt hið hrjáða mannkyn. Óvíða getur feg-
urri vott um kærleik til allra manna en i níundu liljóm-
kviðu Beethovens. Hinn voldugi meistari hrýtur hér hið
venjulega og meira en það: sitl eigið hljómkviðuform.