Vaka - 01.04.1927, Page 86

Vaka - 01.04.1927, Page 86
196 ORÐABELGUR. [vaka] Fyrir honum vakir annað skömmtulag, er hann telur heillavænlegra. Þar eru menn dregnir í sundur í dilka eða flokka eftir „lifsskoðunum“ og hverjum flokki skammtað í sínum dalli það sem flokkshrytinn telur honum holt. Einn flokkur má ekkerl samneyti eiga við annan. Það er geigur í ritstjóranum við frjálsa sam- keppni hugmyndanna. Lesendur verði ekki eins stefnu- fastir, er þeir sjá málin skýrð frá fleiri sjónarmiðum en einu. Þeir mundu fara að hugsa sjálfir. Þeir kynnu þá að daunsa við fóðrinu, sem flokkshirðirinn bæri á borð, þegar þeir gætu borið það saman við hitt, sem andstæðingarnir hefðu að bjóða. Þeir mundu hlusta á orð þeirra sjálfra, en ekki sögusögn flokksbræðra sinna um þau. Óró ritstjórans er athugunarverð, því að sá einn óttast frjálsar umræður á allsherjarþingi, er ann- aðhvort hefir ekki skýr og örugg rök fyrir máli sínu, eða vantreystir skynsemi áheyrenda sinna eða lesenda. Ritstjórinn telur það enga stefnu, að halda því fram, er maður veit sannast og réttast um hvern hlut. „Langmið verður ekkert!“ Hann virðist ekki trúa því að til sé í hverju máli skynsamleg stefna, er áríðandi sé að finna og fylgja. Hann trúir því ekki, að sú stefna finnist með því að skoða hvert mál sem bezt og frá sem flestum hlið- um; og hann trúir því ekki, að skynsamleg ihugun máls megni að gera menn sammála og samtaka, ef þeir eru sinn af hverjum stjórnmálaflokki. Hann leggur koll- húfurnar, fullvissar um góðgirnina og segir ekki unnt að vænta pólitískra bjargráða úr þessari átt. í stjórnmála- paradís hans hillir undir andstæða flokka, þar sem blindur leiðir blindan til víga móti blindum um aldir alda. En boðskap hans um það, að flestallir embættis- menn og skrifstofumenn i Reykjavík séu slitnir úr líf- rænu sambandi við þjóð sína og málefni hennar, mun verða trúað jafnsnemma og honum tekst að sannfæra þjóð sína um það, að ekkert standi í lifrænu sambandi við líkamann nema það sem í þörmunum bvr. G. F. Veganesti æskunnar. Mig dreymdi að til mín kom kaupstaðarprestur utan af landi og sagði mér frá 13 ára dreng, sem var sólginn í áfengi og hafði framið ýmsa óknytti, limlest hunda og ketti, brotizt inn og stol- ið úr búðarskúffu o. fl. Presturinn hafði iniklar áhyggj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.