Vaka - 01.11.1927, Side 9

Vaka - 01.11.1927, Side 9
[vaka] BÓLU-HJÁLMAR. 327 Strönd, sem þó hefir staðið um stórt hundrað ára bil. Nær muntu orka að ala annan þjóðskörung til? En kvíðum ei skörunga skorti, ef skína í duftinu þar aðrir eins demantar drottins sem Dálksstaða ekkjan var. Aths. höfundar. „Það bar til einn dag veturinn 1796 norður á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð, að kvenmaður kom að bæ þeim, er að Hallandi heitir; hún nefndist undarlegu nafni, Marsibil Semingsdóttir, og var rniður vel ástatt fyrir henni, því að hún var að falli komin, og heimil- islaus. Lagðist hún þar sem hún var komin, og ól svein- barn. Það var 6. d. febrúarmánaðar. Hvort sem það var nú af því, að drenghnokkinn var lítt velkominn gestur að Hallandi, eða það var af öðr- um ástæðum, víst er það, að hann átti þar ekki langa dvöl, því að þegar er hann var næturgamall, var kvensa ein, sem Margrét eða Manga hét, látin labba af stað með hann áleiðis til hreppstjórans, og hafði hún hann í poka á baki sinu. Möngu varð stuttur dagurinn, og dagaði hana uppi á Neðri-Dálksstöðum. Þar bjó þá ekltja, að nafni Sig- ríður Jónsdóttir, með börnum sínum, Jóhanni og Val- gerði, góð kona og vel látin. En um morguninn, þegar Manga ætlaði af stað með poka sinn, var komið óveður, og aftók Sigríður hiis- freyja að sleppa hvítvoðungnum út í það, og kvaðst geta koinið honum til hreppstjórans sjálf, þegar batn-

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.