Vaka - 01.11.1927, Side 10
INDRIÐI l'ÓRKELSSON:
[ VA KA]
328
aði. En það varð úr, að hún hólt drengnmn hjá sér, og
l'óstraði hann npp sem sitt eigið barn.
Nú kom lil þess að feðra hann, og gekkst Jón nokkur
Benediktsson, lausamaður í Ytra-Krossanesi, við faðern-
inu og var pilturinn nefndur Hjálmar Jónsson"*).
Ættarsveit Bólu-Hjálmars tei ég Dalina (þ. e. Aðal-
dal og Reykjadal) í S.-Þingeyjarsýslu. Þaðan var móðir
hans, Marsibil Semingsdóttir, bónda i Hraunkoti í Nes-
sókn, Jónssonar. Hafa Aðaldælir talið hann kynjaðan
og upprunninn þar i sveit. Þaðan var og Jón Benedikts-
son, faðir Hjálmars. Hann var fæddur í Fagranesi í
Múlasókn í ágústmánuði 17(53. Var hann sonur ör-
snauðra hjóna, Benedikts Jónssonar og Unu Jónsdóttur,
er bjuggu víðsvegar í Aðaldal. Attu þau margt harna og
náði fæst af þeim nokkrum þroska, svo sem títt var um
fátækra manna börn í þann tíð. Jón Benediktsson gerð-
ist vinnumaður í Rauðuskriðu, þá er hann var vel frum-
vaxla hjá Hallgrími hónda, hróður sira Sigurðar á
Hálsi, en þeir voru Árnasynir hins ríka lögréttumanns
í Sigluvík, Hallgrímssonar. Var Ingunn skáldkona dótt-
ir Hallgríms Árnasonar. Hún var móðir Baldvins Jóns-
sonar skálda.
Jóni Benediktssyni er lýst svo, þá er hann er i
Skriðu, að hann sé læs, fróður, dyggur, þjóni vel og sé
fínlega kunnandi. Fá menn í þeirri stöðu trauðlega
betri vitnisburð. Um þær mundir er Marsibil vinnu-
kona á Skriðulandi. Er það næsti bær við Skriðu og ör-
skammt í milli. Henni er svo lýst, að hún lesi nokkuð,
þjóni sæmilega, en sé fákunnandi.
Vorið 1793 flyzt Hallgrimur Árnason búferlum frá
Skriðu inn að Miðvik í Laufássókn. Er bær sá á sveitar-
og sóknarenda og Svalbarðsströndin þar innar frá. Jón
Benediktsson hefir án efa flutzt með Hallgrimi inn á
*) Úr ritgcrð Hannesar Hafsteins um Bólu-Hjálmar, framan
við „Kvæði og kviðlinga", prent. i Rvík 1888. —