Vaka - 01.11.1927, Side 12

Vaka - 01.11.1927, Side 12
[vaka] NÝUNGAR í SKÓLAMÁLUM^/ I. Hver kynslóð er sér um menningarblæ. Allt líf er á hreyfingu. Öldurnar rísa og falla og eitt kemur i ann- ars stað. Á þetta ekki siður við um uppeldismál en önnur efni. í skólamálum eru nú 'uppi margar nýung- ar. Tugir af umbótatillögum koma fram i ræðu og riti fyrir hverja, sem framkvæmd er. Um það má lengi deila, hvað sé nýtt í hverri tilraun, og þá ekki síður, hvort hið nýja sé gott. íhaldssömum mönnum hættir í þessum efnum sem öðrum til að líta svo á, „að hið góða sé ekki nýtt og hið nýja sé ekki gott“, en hinu neitar enginn, að öflug skólahreyfing gangi nú um hinn menntaða heim. Og hver hreyfing er ætíð með vissum hætti ný og hver gömul hugsun, sem í fyrsta sinni er framkvæmd, er nýung, sem ber að fagna eins og ný- fundnu landi. Svo hefir reynzt um ófriðinn mikla, að hann hefir komið róti á hugi manna, kveðið upp þungan dóm yfir hinu gamla og kveikt nýja þrá í brjósti alþýðu manna eftir betri og bjartari framtið. Nokkru hefir hann áork- að og þó ekki öllu uin nýungar í skólamálum, því þar standa ræturnar víða. Hin almenna skóla- og fræðslu- skylda, sem lögtekin var víða um lönd á nítjándu öld- inni, á mestan þátt í hinni nýrri uppeldisfræði. Frá hinum nýrri barna- og unglingaskólum hefir flest ný- breytnin stafað i fyrstu. Fyrst voru þeir eftirmyndir i smáum stíl hinna eldri, „æðri“ skóla. En brátt kom á dag- inn, að þeir fullnægðu ekki bezt tilgang sínum með því að líkja eftir hinum íhaldssömu embættisskólum, sem röktu uppruna sinn og aðferðir aftur í miðaldir. Við

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.