Vaka - 01.11.1927, Page 16
334 ÁSGEIR ÁSGEIRSSON: [vaka]
kennarar að gera sér sem nákvæmasta hugmynd um
árangur skólastarfsins. í því efni hafa á seinni árum
verið fundin ráð, sem eru til mikilla bóta. Prófsefni eða
mælikvarðar, nákvæmari en áður hefir tíðkazt, hafa
verið gerðir, og ná þeir til allra venjulegra námsgreina,
þó vitanlega séu þær misjafnlega fallnar til nákvæmra
mælinga.
Tökum til dæmis skriftarkennslu. Það eru kostir rit-
handar, að hún sé læsileg, fögur og að hratt sé skrif-
að. Skriftarmælikvarði er i sýnishornum, mörgum eða
fáum eftir því sem vill. Hann er gerður þannig, að tek-
inn er fyrst fjöldi sýnishorna; þeim er svo raðað af
sérfróðum mönnum í svo marga flokka, sem óskað er,
og síðan borið saman mat þeirra. Þegar svo hefir verið
t’lokkað til fulls, er eitt sýnishorn tekið úr hverjum
flokki og er þá mælikvarðinn kominn. Við þessi sýnis-
horn er svo skrift þeirrá barna, sem dæma skal um,
miðuð. Má að visu segja, að hér sé um mat að ræða
í gamla stílnum, bæði þegar mælikvarðinn er gerður
og þegar hann er notaður, en þó mun engum bland-
ast hugur um, að einkunnagjöf verði með þessum hætti
nákvæmari og sambærilegri í fjarlægum skólum en
þegar engin sameiginleg sýnishorn eru til samanburð-
ar. Sumir skriftarmælikvarðar eru miðaðir við það eitt,
hversu læsileg skriftin er. Er þá mælikvarðinn gerður
með tilliti til þess, hversu fljótlesin skriftin er, og not-
aður síðan með sama hætti og áður. Um það munu
ckki skiftar skoðanir, að sú skólanámsgrein, sem bezt
er fallin til nákvæmra mælinga, sé stærðfræðin. Þar er
munurinn á réttu og röngu ótvíræðastur. Mælikvarðinn
er syrpa af dæmum, þar sem lil greina koma allar fjór-
ar höfuðgreinar reikningsins, ýmist áþekk dæmi eða
létt fyrst og smáþyngjast síðar. í einkunnunum má taka
tillit til hvorstveggja, flýtis og vissu. Venjulega er met-
ið eftir útkomunni einni, hvort hún sé rétt eða röng,
og telja sumir það fullnægjandi, en aðrir krefjasí þess,