Vaka - 01.11.1927, Side 17
[vaka]
NÝUNGAR í SIÍÓLAMÁLUM.
335
að tillit sé lekið til aðferðarinnar, og þar opnast flóð-
gáttir ágreiningsins. Og er þó ekki þar með sagt, að
einkunnin hljóti þar fyrir að verða vafasamari. Per-
sónulegu mati er ekki unnt að visa fullkomlega á dyr,
jafnvel þó um stærðfrœði sé að ræða. Þegar kemur
að stílum og ritgerðum vandast málið. Þá nálgast mæli-
kvarðarnir hið gamla mat, þó gefnar séu fastar reglur
til að fara eftir, sem geta verið til góðs stuðnings. Þar
nær stærðfræðilegur mælikvarði sizt til alls þess, sem
athuga þarf, og mun seint að því koma, að ritdómarar
sitji með sinn óskeikula mælikvarða, þegar um bók-
menntir er að ræða, og raði skáldum eftir einkunnum.
Þeir hlutir eru til, sem hagfræðin nær ekki til með töl-
um sinum, eins og áður var á drepið. Þó ber að játa,
að mikið er unnið fyrir skólastarfsemi við þá mæli-
kvarða, sem unnið hefir verið að hin síðari árin og enn
eiga miklar umbætur fyrir höndum.
Þó skal að lokum drepið á ókost, sem umbótum á ein-
kunnagjöf getur fylgt — en það er trúin á óskeikulleik
talnanna. Hagfræðilegur útreikningur einkunna hefir
þennan ókost í ríkari mæli en hið gamla persónulega
mat. Það má ekki gleymast, að bak við tölurnar leynist
sá skeikulleiki, sem dómar manna eru almennt háðir.
Mælikvarðarnir eru gerðir af mönnum; hugsun og dóm-
greind eru þar að verki. Einkunnin sýnir, hvernig nem-
andinn mælist á þennan tiltekna mælikvarða; á annan
kvarða getur hann mælzt öðruvísi. Mælikvarðinn verður
aldrei jafn-öruggur og vog og mál dauðra hluta. Eink-
unnin er raðtala, sein sýnir í bezta lagi afstöðu eins
nemanda til annars. En við þessu er öllum greindum
mönnum ætlandi að sjá. Hinum heimskari verður ekki
við bjargað með fastheldni við það, sem gamalt er.
III.
1 skólum er nemendum skift í deildir. Deildin er
venjulega samstæður flokkur, nemendurnir á liku ald-