Vaka - 01.11.1927, Side 25

Vaka - 01.11.1927, Side 25
[vaka] ^UM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMD. I. Hefndin hei'ir verið kölluð móðir refsingarinnar; — áður en refsingum var beitt, ríkti hefndin einvöld. Meðan mannkynið hafði enn ekki skipað sér í þjóð- heildir, en lifði í ættflokkum, sem hver var heild fyrir sig, hefndi ættarhöfðinginn þess, ef ættingja var gerð- ur óréttur — og svo er enn viða meðal frum- og villi- þjóðanna. Hefndin var ekki aðallega runnin af hefnd- arþorsta, heldur var hún i innsta eðli sinu skynsamleg vörn gegn áleitni annara; — sá sem ekki hefndi þess, að honum eða hans var gerður óréttur, átti oftast vísl, að þar yrði aftur á leitað, en hinn, sem sýndi mátt sinn i hefndinni, óttuðust menn og þorðu ekki að gera á hluta hans. — Þegar þjóðfélögin myndast og færast í fastara form, taka þau sér dómsvald i refsimálunum, þ. e. vald til að ákveða hefndina, sem áður var mis- munandi eftir því, hve voldugur og grimmur sá var, sem hefndi. Þannig kom refsingin í stað hefndarinnar. Lengi varð þó sá, er átti sök, að reka refsimálið sem venjulegt einkamál og sjá um framkvæmd refsingar- innar að gengnum dómi. Þetta leiddi einnig til mis- réttis, smælingjarnir náðu ekki rétti sínum, en höfð- ingjar fylgdu málum sínuni fast, eða gengu fram hjá dómstólunum og neyttu hnefaréttarins. En smátt og smátt stíga þjóðfélögin annað stærra spor, þau taka í sínar hendur ákæru- og aðildarvald þess, sem varð fyrir afbrotinu. Þetta stafar af því, að þjóðfélögin eru þá tekin að líta svo á, að sá, sem fremur afbrot, og með því brýtur lög þjóðfélagsins, brjóti gegn sér. Þjóð- félögin sjá i afbrotamönnunum hættulega andstæðinga

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.