Vaka - 01.11.1927, Page 31

Vaka - 01.11.1927, Page 31
fVAKA UM REFSIRETT OG REFSIFRAMKVÆMD. 349 stefnan þekkti ekki ðnnur ráð en refsingar. Um v. Liszt hefir verið sagt: „Hann flutti refsiréttinn allt í einu ofan frá himnum niður á jarðríki“. — „Það var ekkert rúm fyrir neina háspeki (metaphysik) í refsi- réttinum framar“. Kirkjan hafði í sannleika flutt refsi- réttinn til himna; grundvöllurinn í refsiréttinum var staðhæfingin um refsiþorsta hins hefnigjarna Guðs, og á þeirri staðhæfingu voru svo reistar aðrar staðhæfing- ar og af þeim dregnar ályktanir. — Þetta reif v. Liszl niður; með sannfærandi rökum sýndi hann fram á, að þessar kenningar væru ekki kjarninn i refsiréttinum — heldur atriði, sem væri honuin óviðkomandi, um- Jiúðir, er dyldu aðal kjarna hans, og heftu framþróun hans. Þessi aukaatriði yrði refsirétturinn að losna við, mönnum yrði að vera það ljóst, að refsilög og refsi- framkvæmd væri til þess að vernda og hlynna að far- sæld einstaklinganna og velferð og framþróun þjóðfé- laganna. Refsingum yrði að haga þannig, að þær næðu sem bezt þessu marki. — Mismunurinn á g'rundvelli og markmiði þessara tveggja stel'na er mikill: Gamla stefnan byggir á end- urgjaldskenningunni og markmið refsinganna er því böl eða þjáning, en samkvæmt nýju stefnunni er markmið refsinganna verndun og velferð heildarinnar og þær réttlætast af markmiðinu. — V. Þar sem stefnur þessar eru ósammála um grund- völl refsiréttarins og markmið, er eðlilegt, að leiðirnar að markmiðinu, refsiaðferðirnar, verði og ólíkar. Það skiftir heldur ekki litlu í þessu sambandi, að stefnurn- ar hafa gagnólíkar skoðanir um viljalíf einstaklingsins, en viljinn er einmitt það atriði, sem refsingarnar bein- ast að til að breyta honum og inóta hann. Gamla stefn- an telur viljann frjálsan; nýja stelnan hefir með rann-

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.