Vaka - 01.11.1927, Page 32
350
HERMANN JÓNASSON:
[vaka]
sóknum sínum á orsökum afbrotanna komizt aö þeirri
niðurstöðu, að viljinn sé háður orsakalögmálinu.
Að vilji mannsins geti verið frjáls, kemur í fyrsta
lagi beint í bága við öll þau lögmál, sem við þekkjum.
Allt, sem gerist á jörðu hér, stafar af einhverri or-
sök, án orsaka getur engin afleiðing komið fram. Það
gerist aldrei það verk, enginn viðburður, sein ekki er
unnt að rekja til einhverra orsaka. Við verðum þvi að
álita það margreynda og rannsakaða staðreynd, að or-
sakasambandið sé fast og ófrávikjanlegt náttiirulög-
mál. Það er því engin ástæða til að ætla, að manns-
viljinn sé undantekning frá þessu l'astá náttúrulög-
máli, — þvert á móti. Gjörðir mannanna eru sprottn-
ar af því, hvernig hann hugsar, en hugarfar hans á
hverju augnabliki er afleiðing af óteljandi utanað-
komandi áhrifum á tiltekið innræti (Karakter). Mað-
urinn getur því alls ekki gert sér það ljóst, hvenær
eða hvernig hann fer að verða fyrir þeim áhrifum,
sem mynda hjá honum þá hugsun, er leiðir til hvers
einstaks verks. Ógrynnin öll af atvikum hafa áhrif á
oss á leið vorri gegnum timanri, án þess að vér þekkj-
um þau eða gerum oss grein fyrir þeim. í óteljandi
verkum, dag frá degi, eru afleiðingar þessara áhrifa að
koma fram, án þess að vér vitum, hvernig sú hugsun
hefir mótazt, sem verkunum veldur.
Sú kenning, að verk einstaklinganna, þar á meðal
Jiau, sem vér köllum afbrot eða glæpi, séu öll afleið-
ingar af orsökum, hefir leitt til rannsókna á því, hverj-
ar séu orsakir afbrotanna, enda telur hin nýja stefna
þær rannsóknir eitt mikilvægasta viðfangsefni refsi-
réttarins.
Það hefir sýnt sig, að þegar mikið er íyrir hendi af
sumum atriðum (drykkjuskapur, slæpingsháttur, vond-
ur félagsskapur o. s. frv.) í lífi einstaklinga og þjóða,
fjölgar afbrotunum; sé þessum atriðum útrýmt, fækk-
ar afbrotunum. —