Vaka - 01.11.1927, Page 34

Vaka - 01.11.1927, Page 34
352 HERMANN JONASSON: [vaka] ina og leggja menningarríkin í rústir; — en vegna þess að refsingin er nauðsynleg til þess að vernda iífæðar þjóðfélaganna, þá er réttlátt að beita henni. Þannig réttlætist refsingin af tilgangi síilum og nauðsyn. — En samkvæmt þessu er sú refsing ein réttmæt, sem framkvæmd er þannig, að hún nái sem bezt þessu marki: — að vernda heildina. Samkvæmt kenningu nýju stefnunnar, geta þjáningar ekki verið réttlátar sem inarkmið refsinga, heldur sem nauðsynleg leið að markinu, líkt og kvalir sjúklingsins, sem læknirinn ristir sundur á skurðarborðinu, réttlætast af nauðsyn þess að gera skurðinn. — Eins og áður um getur, takmarkast rétturinn til refsinga samkvæmt gömlu stefnunnni af því, að vera hæfilegt endurgjald eða böl fyrir hið vonda verk. Hegningarlögin tiltaka, hvað er hæfilegt endurgjald — en þar með er ekki gefið, að sú refsing sé hæfileg til þess að ná því marki, sem nýja stefnan setur refsiréttinum: að vernda velferð heild- arinnar. Það er margsannað, að margir þeirra afbrota- manna, sem þolað hafa refsingar, mældar á endur- urgjaldsvogir gömlu stefnunnar, eru oft, eftir að þeir koma úr fangahúsinu, hættulegri fyrir þjóðfélagið heldur en áður en þeir fara inn. —- Hin nýja stefna telur rétt þjóðfélagsins til að refsa ná jafn langt og nauðsynlegt er til þess að vernda hagsmuni heildar- innar. Um þetta verði ekki gefnar nema fáar almenn- ar reglur, því ákveða verði refsingu i hverju einstöku falli ineð hliðsjón af þeiin orsökum, sem að afbrot- um þeim liggja, er refsa á fyrir. — Oft er ekki unnt að segja um það með neinni vissu fyrirfram, hve mikla refsingu afbrotamaður þarf að þola, til þess að hann verði ekki hættulegur framvegis. Það er nauðsynlegt, að refsingin sé hvorki of eða van, því sé svo, er ann- aðhvort misboðið velferð þjóðfélagsins eða rétti af- brotamannanna, og í raun og veru hvorutveggja, því að ganga á rétt einstaklinganna er og hættulegt vel-

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.