Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 37
! vaka]
UM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMI).
355
verra: eí' þessi afbrotabörn fá aö vera með öðrum börn-
um, kenna þau þeim einnig ódyggðina. Hinsvegar reyn-
ist oft létt, ef þessi vanhirtu afbrotabörn eru tekin í
tíma, að koma þeim á réttan kjöl ti! frambúðar. Þess
vegna leggja nú öll menningarríki meiri og meiri á-
herzlu á að hafa vakandi eftirlit með uppeldi barn-
anna, taka vanhirtu afbrotabörnin og koma þeim á
sérstök uppeldisheimili.
Af samskonar ástæðum hefir sérstökum aðferðum
verið beitt við unga afbrotamenn á aldrinum 16—21
eða jafnvel 25 ára aldurs. Aðferðirnar eru mismunandi
eftir því, hvaða orsakir eru taldar valda afbrotinu, en
það er reynt að rannsaka nákvæmlega, áður en ákvörð-
un er tekin um aðferðina. Ef unglingurinn hefir fram-
ið afbrotið fyrir augnabliks yfirsjón, en líferni hans
hefir undanfarið verið gott og viljalífið því óspillt, er
venjulega látið nægja að dæma hann skilorðsbundið
og setja hann undir eftirlit og handleiðslu góðs manns.
Ef unglingar þessir brjóta ekki af sér á næstu árum,
sleppa þeir við hina skilorðsbundnu refsingu. Reynsl-
an hefir sýnt, að góð handleiðsla og sú ógnun að
verða að úttaka refsingu, ef yfirsjónin endurtekur sig,
er oftast unglingum af þessari tegund nægur styrkur
og aðvörun. — Hinsvegar eru lil unglingar, sem fallið
hafa fyrir spilltu 'félagslífi bðrganna, drykkjuskap,
slæpingshætti og hneigð til ýmissa lasta, sem gefinn
hefir verið laus taumur, — þessir unglingar eru vilja-
slappir; handleiðsla og skilorðsbundnir dómar duga
þeim ekki, stuttar fangelsirefsingar draga þá enn
lengra niður i sorpið; þetta er ómótmælanleg reynsla.
Þessa unglinga vill nýja stefnan láta setja í vinnu-
skóla um lengri tíma; — það hefir verið gert víða og
hefir sérstaklega i Englandi borið ágætan árangur. í
vinnuskólunum er unglingunum fyrst og fremst tamið
hreinlæti, reglusemi og iðjusemi. Með þessu er reynt
að mynda hjá þeim nýja skapgerð. Þeim er kennd ein-