Vaka - 01.11.1927, Page 39
j VA KA
UM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMD.
357
tíðkast nú; — langvarandi, ótímabundnar eða æfi-
langar fangelsisvistir séu eina Jeiðin tiJ þess, aö þjóð-
félögin geti verið nokkurn veginn örugg fyrir þessari
tegund afbrotamanna. Hin nýja stefna vill auðvitað
láta fara mannúðlega með þessa afbrotamenn innan
fangahússveggjanna og láta nota vinnukraft þeirra þar
í þágu þjóðfélagsins. — Þetta er ströng kenning, en
hún er skynsamleg af því, að þetta er nauðsynlegt
vegna hagsmuna heildarinnar. — Nei, hin nýja
stefna er ekkert glæpamannadekur. — Hvar, sem litið
er á kenningar hennar, lær að sama brunni, — það,
sem slreð hefir, er að refsirétturinn hefir varpað af
sér umbúðunum, gömlu hleypidómunum; einkenni
hinns nýja refsiréttar er raunsæið; refsirétturinn reyn-
ir nú með Vísindalegri rannsókn að finna Jeiðir til að
slcera ljeint i kjarna síns viðfangsefnis: að vernda
heildina fyrir svipu glæpamennskunnar. Refsiréttur
og refsiframkvæmd nútímans er að verða einn þáttur-
inn í uppeldi og siðmenningu þjóðanna. —
Hermann Jónasson.