Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 40
[VAKA
ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI.
i.
Arið 1880 var afhjúpaður í Moskva minnisvarði
skáldsins Pusjkins. „Félag vina rússneskra bókmennta“
stofnaði við þetta tækifæri til Pusjkin-hátíðahalda, sem
stóðu þrjá daga. Ýmsir af snjöllustu rithöfundum
Rússa lýstu skilningi sínum og aðdáun á skáldinu í
vönduðum fyrirlestrum. Siðasta daginn talaði Dos-
tojewskij. í djúphugsaðri ræðu, sem er jafn frábær að
skarplegri íhugun og heitri hrifningu, lýsti hann land-
námi Pusjkins í rússneskum bókmenntum og vék að
lokum að því víðfeðmi rússnesks mannvits og hjarta-
lags, sem átt hefði einn sinna glæsilegustu fulltrúa þar
sem hann var.
Ræða þessi vakti óhemju fögnuð. N. N. Strakhof,
einn af beztu vinum Dostojewskys og höfundur að
merkri ritgerð um hann, hefir lýst viðtökum áheyr-
enda. Framan af ræðunni var eins og menn héldu niðri
í sér andanum, svo hljótt var i salnum. „Menn hlust-
uðu, eins og ekkert hefði áður verið uin Pusjkin sagt,
þangað til hinn fyrsti stormur ákafs lófataks
glumdi í salnum. En eftir það var eins og áheyrend-
ur gætu engin bönd á sig lagt og gæfu sig lognuði
sínum algerlega á vald. Þeir höfðu fyrir sér mann,
sem var gagntekinn hrifningu, og þessi maður tjáði
þeim skilning, sem hlaut að vekja heita gleði. Enginn,
sem var ekki viðstaddur, getur gert sér hugmynd um það
uppnám, sem í salnuin varð eftir lok ræðunnar. Það
var bókstaflega gert áhlaup á pallinn, þar sem ræðu-
menn sátu. Unglingur einn, sem komst alla leið að