Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 41
| vaka]
ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI.
359
Dostojewsky, féll i yfirlið. Menn föðinuðu og kysstu
Dostojewsky".
Vér íslendingar eigum engra slíkra atburða að minn-
ast, hvorki úr bókmennta- né stjórnmálasögu vorri.
Að visu höfum vér engan Dostojewsky átt. En þó að
vér eignuðumst stórskáld, sem væri jafnoki hans og
flytti hverja ræðuna á fætur annari, fullar guðmóðs og
andagiftar, um fyrirrennara sina i íslenzkum bókmennt-
um, þá er það víst, að það myndi ekki eiga fyrir hon-
um að liggja að kveikja slíkt bál algleymis-fagnaðar i
brjóstum áheyrenda sinna.
Islenzk hrifning hefir aldrei verið voldugt og ofsa-
fengið fyrirbrigði. Vér erum yfirleitt ekki auðsnortnir,
ekki örgeðja, eigum litið af næmu og hlýju ástríðuriki.
Langur, sólarlítill og næðingasamur vetur í fámenni og
deyfð hefir sett inark sitt á skaplyndið. Oss vantar það
fjör, þær öfgar i blóðið, sem þær þjóðir eru gæddar,
sem Iifa við löng og heit sumur í gróðurríkum, ilm-
andi löndum, við alla þá örvun og inagnan, sem fylgir
fjölmenni.
íslendingum er gjarnt á að láta sér fátt um íinnast,
þeir eru þungir í vöfum, tómlátir og seinteknir. Fögn-
uður þeirra kemst sjaldan á það stig, að geta heitið
hrifning. Þeir þola þjóða bezt áfengiskraft fegurðar og
andríkis, án þess að þiðni í lund þeirra lii muna. Þeir
gleðjast með hægð og í hófi. Þar við ba>tist, að gleði
þeirra er orðfá og lætur lítt á sér bera.
Skáld vor hafa oft fundið til kuldans í islenzku lund-
arfari.
Olukkinn sknl yrkja lengur;
enginn lil þess finnur drengur
og |)ó miklu minnur fljóð
— svo orti Jónas Hallgrimsson skömmu fyrir andlátið.
Af eigin livötum yrki eg ljóð,
en ekki íyrir heimska þjóð
með þunnt og ískalt þorskablóð
— svo orti Jóhann fíunnar Sigurðsson.