Vaka - 01.11.1927, Side 42

Vaka - 01.11.1927, Side 42
KRISTJÁN ALBERTSON: [VAKAj ;í60 II. Einhver lesenda minna kann að svara þessurn hug- leiðingum mínum með því, að bókmenntir vorar séu miklu fátæklegri og tilþrifaminni en bókmenntir stór- þjóðanna, að engin von sé til þess að íslendingar geli unnað skáldum sínum á sama hátt og aðrar þjóðir láta hrífast af miklu voldugri og stórfenglegri öndum. I þessu er nokkur sannleikur, en hann hnekkir í engu ummælum mínum um íslenzkt dauflyndi og kald- lyndi. Það má sanna það með Ijósum og fullgildum dæmum, að Islendingar eru til þess óhæfari en aðrar læsar þjóðir, að njóta fagurra bókmennta. Einar H. Kvaran hefir sagt frá því í blaðagrein fyrir inörgum árum, að tíirni Jónssyni hafi borizt aðvörun- arbréf frá vinum „Isafoldar", þegar hún birti smásög- una „Litli Hvammur", — þeim fannst hann vera að stofna orðstír hlaðsins í hættu með því að láta það ílytja slíkan „skáldskap“. E. H. K. sagði, að íslend- ingar hefðu ekki hætt að „fyrirgefa sér“ að hann „setti saman stuttar sögur“, fyr en Georg Brandes sagði um ,,Vonir“, að sagan væri perla. 24 ára gamall skrifaði GuÖmundur Kamban sjón- leikinn „Höddu Pöddu“. Dönum fannst mikið til um verkið — íslendingum ekki. „ísafold" birti 1914 fjöl- marga dóma um Jeikinn, eftir menntaða rithöfunda, og þeir eru allir skrifaðir af þeirri ástúð og þeirri inni- legu gleði, sem fallegt skáldverk vekur menntuðum manni. Það væri ekki hægt að birta svipað safn af is- lenzkum ummælum um verkið. Meðal þeirra sem rituðu um Höddu Pöddu var Georg Brandes. Dómur hans er svo eftirtektarverður fyrir oss íslendinga, að ég vil tilfæra úr honum fáar Jinur: „Verkið stendur og fellur ineð Hrafnhildi, það er, það stendur með henni. I henni sameinast fornöld og' nútíð fslands. Hún er fyrst algerlega nútíðarkona,

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.