Vaka - 01.11.1927, Side 49

Vaka - 01.11.1927, Side 49
j VAKA ANDLEGT LlF Á ÍSLANDI. 367 loftsins fær sterkar á taugar hans en venjulega. ímynd- un hans er snortin af hverju andliti. Hann virðir fyrir sér höfuðburð og göngulag manna og honum finnst hann skynja frumdrætti í skaplyndi þeirra, finna öldufall þess lífs, sem í þeim streymir. Hann hittir kunningja og þeir talast við um daginn og veg- inn. Væri hann í hversdagsskapi, mundi honum leið- ast þetta samtal. En nú er hugur hans hárnæmur og gagntekinn forvitni á mannlegt líf. Hvert orð, sem við hann er sagt, opnar í hálfa gátt nýja hurð í völund- arhúsi sálarinnar, og hann sér hregða fyrir hvernig þar er umhorfs. Eftir samtalið veit hann meira um kunningja sinn en eftir hundrað samtöl áður: Um lund hans, styrkleikann í áhugalífi hans, kraft hans til að hugsa sjálfstætt, menningarstig hans. Hann stend- ur eftir á götunni og hugsar: Þarna gengur þessi maður, mitt í þessu bæjarlífi, á leið frá þessum störf- um og heim á þetta heiinili, nýbúinn að lesa þetta lilað, festa athygli við þessa grein og hugsa út frá henni í samræmi við kjör sín, menntun sína, cðlisfar sitt — allt er þetta Ijóst og auðskilið og fróðlegt til skilnings. Og þessi fundur hefði ekki vakið honuin nokkra hugsun, hvorki sagt honum eitt né neitt, ef hann hefði ekki verið undir sterkum áhrifum skáld- verks, þar sem smáatvik í daglegu lífi voru íurðuleg og opnuðu útsýni yfir endalausar víðáttur. Og hann heldur áfram göngu sinni um bæinn, allt sem fyrir augu ber orkar á skilning og ímyndun, allt hið ytra her svij) hins innra, — hins máttuga, þrotlausa straums af dularfullum, sjálfum sér sundurþykkum, kvalafullum og nautnríkum krafti, sem vér nefnum líf. Ef til vill hefir sagan verið um ósigra og ógæfu, og hann er gagntekinn samúð, eða um líf í baráttu og fegurð, og hann er þrunginn sælli vitund um mann- lega möguleika — hver getur talið alla grunntóna

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.