Vaka - 01.11.1927, Page 57

Vaka - 01.11.1927, Page 57
[vaka] ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI. 375 menn helgað sig ritlist án þess að hafa áhyggjur af dag- legu brauði sínu. Ef þjóð vor á að eignast merkar bók- menntir í framtíðinni, þá verður að sjá fyrir því með ein- hverju móti, að á hverjum tíma geti nokkrir hinna beztu rithöfunda lifað fyrir starf sitt. Ef rikisforlag yrði stofn- að og því gert kleift að gjalda ritlaun, jafnhá sæmileg- um árslaunum, fyrir t. d. hverja ágæta íslenzka skáld- sögu, þá þyrftu rithöfundar vorir ekki að hafa áhyggjur af öðru en verki sínu, — að það yrði þess virði, að ríkisforlagið væri samit af að gefa það út. ö. Hvað myndi ríkið verða að leggja forlaginu á ári hverju? Ég treysti mér ekki til þess að gizka á það. Forlagið inyndi hafa mikil útgjöld — og miklar tekj- ur. Með því að senda meginið af bókum sínum beint til áskrifenda, án milligöngu bóksalanna, yrði ef til vill kleift að gera bókaútgáfuna tekjuhallalitla. En ger- uin ráð fyrir að forlagið þyrfti t. d. 100 þús. kr. styrk á ári — eða Vioo af tekjum ríkissjóðs. Er það mikið fyrir þjóð, sem hefir efni á því, að borga tveim em- bættismönnum í Reykjavik yfir 100 þús. kr. á ári? íslenzka þjóðkirkjan kostar % inillíón á ári. Myndi ekki mega vænta þess, að ríkisforlagið hefði eins mikið gildi fyrir andlegt líf þjóðarinnar og hver sá fimmti hluti prestastéttarinnar, sem tekinn væri til saman- burðar? — Alþingi það, er saman kemur í vetur, ætti að Iáta það verða sitt fyrsta verk, að kjósa milliþinganefnd til að undirbúa með rannsókn og tillögum stofnun ríkis- forlags, er inni þá skyldu af hendi, að sjá þjóðinni fyrir nægum kosti góðra og ódýrra bóka. Kristján Albertson.

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.