Vaka - 01.11.1927, Síða 63

Vaka - 01.11.1927, Síða 63
VAKA ORÐABELGUR. 381 íþróttir, kostar ekki mikið fé. Og gestunum er bezt gert með því að iofa þeim að taka þátt í því lífi, sem há- tíðaskapið mótar meðal almennings. Það, sem allra inestu ræður, verður ekki keypt fyrir fé: gott veður og fögur fjallasýn. Mér býður við þeirri hugsun, að þessi einstaka minn- ingarhátíð fari fram í merki auglýsingaskrumsins. Hún á umfram allt að auka sjálfsþekkingu þjóðarinnar, kenna oss að líta fram og aftur, finna samhengið í sögu vorri, hita oss um hjartarætur. Þjóðhátíðin 1874 skildi eftir ódauðleg kvæði, fagrar minningar, þjóð sem hafði vaxið hugur. Væri ekki sorglegt að halda nú hátíð með ærnum fékostnaði, sem engin slík verðmæti skildi eftir? Væri ekki leiðinlegt að láta bændur og liúalið, sem sækja mUn á Þingvöll hvaðanæfa af landinu, fara heim með minningar um andlaust glys, að gera þá gesti að horn- rekum, en forráðamenn hátíðarinnar að þjónum er- Iendra ferðamanna? Hér verður að skipa hverjum á sinn stað, líka hinuin erlendu gestuin, og ekki sízt konungi vorum, sem alls ekki má vera miðdepill þessarar há- tíðar. Saga alþingis er engin gamansaga og framtíð vor heldur ekki svo ugglaus, að oss sæmi að halda þetta afmæli með tómum fagnaði og yfirlæti. Ef þjóðin skildi þetta til fulls, myndi vandamál hátíðahaldanna vefjast minna fyrir henni. Eg held, að þeir íslendingar haldi þetta afxnæli hátíðlegast — og vonandi verða þeir margir — sem ganga einir sér frá glaumnum út í hraunið helga og mæla þar í hljóði fyrir munni sér eitthvað svipað og Runeberg (og Matthías) leggja Döbeln i munn eftir or- ustuna við Juutas: Þú fekkst mér aftur fósturlandið bjarta, er frelsi lýðsins var sein opin gröf. Þitt ráð er máttugt, reyn þú nú mitt hjarta, hvort rétt eg kann að ineta slíka gjöf. Með þýjum skríða aldrei var mín iðja, með ölmusum eg hef ei lært að biðja, og vil ei mærðast minna vegna sjálfs; en hér eg stend og hvörmum til þín renni með hjartað glóðheitt og með beru enni, min bæn er veik, en hún er hrein og frjáls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.