Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 65

Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 65
[ vaka] ORÐABELGUR. 383 öfunda þann mann, sem verður að tina konuna sína saman út um hvippinn og hvappinn. Það er einhver munur, að konan sé ein samföst, lifandi heild, sem ekki tvistrast í stormi, eða skolast burt í regni, eða liggur á víð og dreif um allar stofur. En hvernig stóð á auglýsingunni? „Hár við íslenzkan og erlendan búning?“ Voru ekki að minnsta kosti þær, sem ganga á erlendum búningi, hver af annari að láta klippa af sér hárið? Klippa þær ef til vill af sér hárið, sem guð hefir gefið þeim, og fá sér svo í staðinn gotl og ódýrt hár — unnið úr rothári? Ég heyrði í æsku sögu um pilt, sem vildi hefna sín á stúlku. Hann sveikst að henni og stýfði af henni flétturnar. Það þótti hið mesta níðingsverk. Nú hefir einhver dóni i París fyrir nokkr- um árum stýft flétturnar af fallegri stúlku, og í stað- inn fyrir að hengja hann, eins og hann átti skilið, hefna konur um allar álfur þessa ódáðaverks á sjálfum sér, ineð því að stýfa af sér einhverja fegurstu prýði, sem guð hefir gefið þeim. Þær segjast, trúi ég, ekki fremur þurfa langt hár en karlmenn. Er það nú víst? Hvers vegna hefir náttúran þá gætt þær meiri hárvexti en karl- menn? Þegar ég sé ungar stúlkur koma undan skærun- um og veslings litlu kollarnir eru svo títuprjónshaus- Iegir, þá liggur mér við að leggja hendur á höfuð þess- ara fórnarlamba tízkunnar og biðja guð að fyrirgefa þeim syndina gegn náttúrunni. Þvi að þeim er ekki ætlað að verða eins og karlmenn. Það eru heimskir skraddar- ar suður í löndum, sem eru að tæla þær sakiausar til þess að herma allt eftir strákunum. Nú vil ég biðja þær fögru frúr, sem hafa látið freist- ast til að klippa sig', að halda ekki að ég sé að neita því, að þær séu enn þá fallegar, þrátt fyrir hárskurðinn. Það var einmitt orðið: þær eru fallegar þrátt fyrir hár- skurðinn, en ekki vegna hans, og þær eru fallegar vegna þess, að þær geta látið hársnotrur setja klippt hárið svo vel upp, að höfuðstærð og höfuðlag sýnist svipað og áður, meðan hárið var heilt. En stúlkur, sem ekki hafa tíma né tækifæri til þess að nostra við klippta hárið, verða eins og flókatryppi — sitt hárið í hverja áttina. Og eitt geta klipptu konurnar ekki. Þær geta ekki látið „skina skrautskriður úr skararf jöllum".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.