Vaka - 01.11.1927, Page 67

Vaka - 01.11.1927, Page 67
[vaka] ORÐABELGUR. 385 litlu hugstæðari. „Lútherskan er skriðin úr fjöreggj- uni páfakirkjunnar í Róm“, segir hann. Um Krist sner- ist hans boðskapur. „Um leið og ég varð sannur trúmað- ur á alheimsfræðarann Jesú Krist, varð ég mesti og stór- stígasti vantrúarmaðurinn á kirkjunnar kenningar“. „Messías var sá fullkomnasti og vitrasti spámaður heims- ins; drottinn almáttugur var hann ekki. Drottins andi stjórnaði hugsun hans, orðum og verkum. Kærleiksrík- ari og rétttrúaðri mannpersónu hefir drottinn aldrei sent neinni þjóð“. Ein höfuðkenning Einars var sú, að Krist- ur hafi aldrei dáið, og fannst honum hann eiga um það við rílca andstöðu að etja. Reit hann og orti um það margár ádeilur. Er svo raunar um rit hans, að þar er meira um ádeilur en trúboð að ræða. Bregður þó fyrir innileika og bænahug, sem honum var svo einlægur, svo sem i þessu fallega versi: Þinn er ég Jesú, það ég finn, ]>ú crt minn bezti vinurinn. I mér haf ]ui ])ín æðstu völd, æfinnar frain á hinzta kvöld. Æ, mín blessaða lifsins lind, losa ])ú menn við gamla synd! I þessu versi er Einar eins og ég kynntist honuin af viðtali. Einar gamli var skömmóttur í trúboðsrimum sínum, og það vissi hann sjálfur. „Ég skamma með stóryrðum á prenti yfirmenn þjóðkirkjunnar“, segir hann. En þjóð- legar voru skammirnar. Um ]>rest yrkir hann: Maður spyr ])ig myndugur, máli oft í grófur: Ertu ekki Ólafur and 1 egur sauða]).jófur ? Oftlega er hann grófyrtari en þetta. En fásinna var að þykkjast við af hrópyrðum hans, því jafnan klappaði hann á annan vangann um leið og hann sló á hinn. Veki ])íh drottinn, vinur minn! Vertu margblessaíiur! Svo hotnar hann eina ádrepuna og var það hans skap. að þykja vænt um þá, sem hann skammaði. Hann hat- aði engan mann. Svo var og Matthias gerður, að geta 25

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.