Vaka - 01.11.1927, Side 76

Vaka - 01.11.1927, Side 76
ANDSVÖR VIÐ RITDÓMUM. [vaka] 394 ingur, að það sé sjóndeildarhringurinn, sem skifti himni í norður- og suðurhvel. Þetta hefi ég aldrei sagt og ætti myndin á bl. 15 að taka af allan vafa um, að hér er ekki misskilningur á ferðinni, heldur orðahrenglun. Orðið „oftast“ hefir flutzt til i setningunni, eins og hver góðfús lesari mun geta skilið; átti setningin að hljóða svo: „Er hún á suðurhveli og því oftast undir sjóndeildarhringn- um“. 2. Lýsinguna á bls. 16 og 17 á göngu sjöstjörnunnar telur ritd. svo torskilda, að enginn fái í henni botnað nema þeir, sem viti, hvað við er átt; en ég hélt satt að segja, að það væri hverju harni skiljanlegt, sem þar er sagt, að Forngrikkir hafi 4 haust- kvöldum séð sjöstjörnuna í austri, á vetrarkvöldum sunnar og jafnframt hærra uppi á liimninum, en á kvöldin í marz—apríl hafi þeir séð hana á vesturhimninum vera að hverfa í loftþykknið niðri við sjóndeildarhringinn, svo að hún virtist smáþokast frá austri til vesturs yfir himininn. 3. Þriðja aðfinningin er að nokkru leyti réttmæt, og þó er hún líka að sumu leyti röng. Ritd. segir, að ég rugli þar saman „sól- hraut“ og „miðbaug“ himins. Hann getur þess raunar líka, að orðalagið sé „lítt viðunandi“ og hefði af því mátt renna grun í, að setningin liefði orðið öðruvísi, hefði ég farið höndum um hana í próförk. Mundi ég þá. hafa tekið eftir þvi, að þó að orðið „sólbraut“ sé í rauninni rétt (þarna), l>á gat það valdið mis- skilningi hjá sumum, eins og komið hefir á daginn um J. E., að nota það þarna í annari merkingu en fyr í bókinni. Betra liefði verið: „Sólvegur“ eða „sólargangur“ og hefði setningin þá átt að liljóða: „en sólargangurinn var hornrétt, 90°, á hana og skar sjón- deildarhringinn á tveim stöðum, í austri og vestri, á jafndægrum vor og haust“. Þá gengur sólin nefnilega um miðbaug liiminsins. 4. Þá segir ritd. í fjórðu aðfinningu sinni, að ég rugli saman „lengd“ og „breidd“ og' því sem síðar var nefnt „rectascension“ og „declination“. En þessi aðfinning er sprottin af sögulegri grunnfærni ritd. „Lengd“ og sérstaklega „hreidd“ stjarna virðist hafa verið mjög óákveðin hjá Forngrikkjum og miðuðu þeir hana ýmist við jörðina eða sólina. Það var fvrst 134 f. kr., þégar ný stjarna kom í Ijós, sem aldrei hafði áður sézt, að Hipparkos fór að revna að ákveða stöðu þeirrar stjörnu og annara einmitt með því að ákveða „breidd“ hennar frá miðbaugi himins [,,den Abstand von Himmelsáquator (die Brcite)“, stendur í annari heimild minni, Dannemann], en „lengd“ með f jarlægðinni frá vorhnúti, sem liann þá og fann, að hafði flutzt til um 2° á hálfri annari öld. Svo að þíið er r é t t, sem ég segi á bls. 23. Og það er sjálfsagt töluvert

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.