Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 10
10 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Einar Kr. Guð- finnsson, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra og þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir að nýtt lagafrumvarp sjávarút- vegsráðherra um sölu á skötu- selskvóta, aukna veiðiskyldu og fleira brjóti leikreglur sem sjáv- arútvegsráðherrann sjálfur og oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi nýlega lýst yfir að eigi að gilda um endurskoðun fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Einar minnti á að ríkisstjórn- in hefði í sumar skipað fjölmenna nefnd til að fara yfir stærstu drætti sjávarútvegsmála og leit- ast við að skapa sátt um sjávar- útveginn og góð rekstrarskilyrði til langs tíma. „Maður hefði hald- ið að ríkisstjórn mundi bíða þess að nefndin lyki störfum áður en hún legði fram tillögur í stórum og umdeildum málum.“ Með frumvarpinu sé tekið fram fyrir hendur á nefndinni og geng- ið gegn tveggja vikna gömlum yfirlýsingum sjávarútvegsráð- herra, forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Jón Bjarnason hafi á aðalfundi LÍÚ fyrir hálfum mánuði sagt að nefndin mundi fá það svigrúm sem hún þyrfti án íhlutunar af sinni hálfu. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafi um sama leyti gefið þá yfirlýsingu vegna viðræðna um stöðugleika- sáttmálann að engin breyting hafi orðið „varðandi þann sátta- farveg sem endurskoðun fisk- veiðistjórnunarinnar var sett í“ með skipun téðrar nefndar. Nú sé búið að brjóta þessar leikreglur með þessu frumvarpi. Jón Bjarnason lagði áherslu á að ákvæði um viðbótarkvóta fyrir skötusel væri tímabundin tilraunaaðgerð, sem ekki ætti að draga of víðtækar ályktanir af. Meginatriði frumvarpsins kæmi fram í áherslum á að sá afli sem mætti veiða á fiskveiðiárinu yrði veiddur og færður til löndunar á Íslandi. Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, lýsti ánægju sinni með ákvæði frumvarpsins um sölu viðbótarkvóta á skötusel með þessum orðum: „Þetta er lítið skref fyrir einn mann en stórt fyrir alla Íslendinga.“ Von- andi yrði þessi regla frumvarps- ins útfærð nánar þannig að „hætt verði að afhenda þessa mikilvægu auðlind ókeypis til útvalinna og að hún verði gerð að tekjustofni fyrir ríkissjóð í framtíðinni“. peturg@frettabladid.is Frumvarp um skötusel sagt brjóta reglur Bráðabirgðaákvæði frumvarps um tímabundna sölu á skötuselskvóta varð tilefni stórra yfirlýsinga á Al- þingi í gær. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir frumvarpið brjóta leikreglur sem stjórnin setti. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Áform Jóns Bjarnasonar um að heimila sölu á viðbótar- kvóta á skötusel til allra útgerða sem vilja, í stað þess að úthluta viðbótinni til þeirra sem fyrir eiga kvóta, voru ræddar á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Khalid Sheikh Muhammed og fjórir fangar aðrir verða fluttir frá Guantanamo- búðunum á Kúbu til New York. Þar verða haldin opin réttarhöld í málum þeirra. Khalid Sheik Muhammed er tal- inn hafa skipulagt árásir hryðju- verkamanna á Bandaríkin haust- ið 2001. Hinir fjórir fangarnir eru taldir hafa tekið þátt í skipulags- vinnunni. Í yfirheyrslum í Guantanamo hafa þeir viðurkennt þetta, en óvíst er hvort þær játningar verða teknar gildar í réttarhöldunum vegna hörkunnar sem beitt var við yfirheyrslurnar. Að auki verða fimm aðrir fangar frá Guantanamo dregnir fyrir her- dómstól, líklega í Suður-Karólínu. Fangarnir, sem undanfarin ár hafa verið geymdir án dóms og laga í herbúðum Bandaríkjahers á Kúbu, voru upphaflega fluttir þangað til þess að mál þeirra kæmu hvorki fyrir borgaralega banda- ríska dómstóla né hefðbundna herdómstóla. Barack Obama, sem tók við for- setaembætti í byrjun þessa árs, hefur sagt að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að rétta í málum þeirra í Bandaríkjunum, ekki frek- ar en annarra hryðjuverkamanna sem þar hafa hlotið dóm. - gb Fimm fangar frá Guantanamo verða fluttir til Bandaríkjanna innan fárra mánaða: Réttarhöld verða í New York KHALID SHEIKH MUHAMMED Meintur höfuðpaur árásanna 11. september verður fluttur til New York. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND, AP Tyrkneska stjórnin kynnti í gær víðtæk- ar réttarbætur handa Kúrdum, sem hafa áratugum saman mátt þola mismunun í landinu. Meðal annars verður öllum hömlum létt af notkun kúrd- nesku auk þess sem kúrd- nesk nöfn á þorpum og bæjum verða tekin upp á ný. Stjórnin vonast til þess að þar með ljúki uppreisnarhern- aði Kúrda sem kostað hefur tugi þúsunda lífið síðan 1984. Ekkert er þó minnst á almenna sakaruppgjöf, sem Kúrdar hafa krafist. Stjórnin ætlar meðal annars að stofna nefnd, sem fær það hlutverk að spyrna við mis- munun. Einnig verður óháð skrifstofa sett á laggirnar til að afgreiða kvartanir út af framkomu lögreglu og hers. Stjórnarflokkur Receps Tay- yips Erdogan forsætisráðherra hefur mjög rúman meirihluta á þingi og ætti að eiga auðvelt með að fá þingið til að sam- þykkja þessar breytingar. Takist stjórninni að sættast við Kúrda styrkir það mjög stöðu Tyrklands gagnvart Evrópusambandinu, sem hefur árum saman hikað við að hefja aðildarviðræður við Tyrkland. Kúrdar vonast til þess að stjórnvöld hætti nú að beita hernum gegn uppreisnarsveitum Kúrda. - gb Tyrknesk stjórnvöld: Heita réttarbót Húsfélagaþjónusta Kaupþings sparar þér tíma og fyrirhöfn Nánar á www.kaupthing.is/husfelag Ekkert mánaðargjald Einföld innheimta Öflugur netbanki Fullkomið rekstraryfirlit Félagatal og greiðslustaða Þinn þjónusturáðgjafi Komdu í viðskipti með húsfélagið þitt. Sendu fyrirspurn á husfelag@kaupthing.com – hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Starfsfólk Kaupþings tekur vel á móti þér og veitir allar nánari upplýsingar. 113kg. 240VAC, einfasa. Stillanlegur Báðar áttir. 300mm. 600-6000mm. Aukahlutir mögulegir. Spantech á Íslandi • Sími: 561 5114 • Email: spantech@simnet.is • www.spantechllc.com HÁGÆÐA FÆRIBÖND Fjölskylduspil á frábæru tilboði! Vr. A825 85060692 Fullt verð 5.990 kr. 3.990 kr. auk 1.000 punkta x2 TI LB O Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.