Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 21

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 21
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 UMRÆÐAN Finnur Árnason skrifar um málefni Haga Vegna umfjöllunar um málefni Haga þar sem ítrekað hefur verið farið rangt með staðreyndir er rétt að eftirfarandi komi fram: Engar skuldir hafa verið afskrifaðar á Haga og ekki stend- ur til að afskrifa neinar skuldir á Haga. Hagar eru þvert á móti eina fyrirtæki landsins sem hefur á sl. 18 mánuðum greitt upp að fullu með vöxtum skráðan skuldabréfa- flokk, sem var meginhluti skulda félagsins. Hagar eru nú vel fjár- magnað félag til langs tíma. Nú er unnið að lausn á skuldum eignarhaldsfélagsins 1998, eig- anda Haga. Þar er meginmarkmið- ið að ekki komi til neinna afskrifta skulda, m.a. með því að erlendir fjárfestar leggi fram verulega fjármuni til félagsins í formi nýs hlutafjár. Umfjöllun eða fullyrð- ingar um annað eru einfaldlega rangar. Líta verður á umfangsmikla umfjöl lun Morgunblaðsins undanfarnar vikur sem einstaka í sögu blaðamennsku. Sú umfjöll- un verður ekki skilin öðruvísi en sem aðför að Högum og því starfsfólki sem þar starfar. Megin- inntakið í málflutningi blaðsins er að nauðsynlegt sé að Bónus starfi í framtíðinni án Jóhannesar í Bónus. Blaðið heldur því fram að hagsmunum félags- ins sé best borgið með brotthvarfi stofnand- ans og frumkvöðulsins Jóhannesar í Bónus. Þessu er ég sem for- stjóri Haga með öllu ósammála og deili ég þar skoðunum með stjórnendum og starfs- fólki Haga. Enginn hefur unnið betra starf í þágu landsmanna við að tryggja lágt vöruverð á Íslandi en Jóhann- es í Bónus. Hann hefur barist fyrir lágu vöruverði og ekki síður að sama verð sé boðið í verslun- um hans um allt land. Hann hefur verið frumkvöðull í hagræðingu, sem hefur skilað sér í lægra vöru- verði til íslenskra heimila. Jóhannes vinnur nú að lausn á málefnum eignarhaldsfélags- ins með það að markmiði að ekki komi til neinna afskrifta skulda. Með því verður tryggt að Bónus verði áfram í forystu með að tryggja lágt vöruverð um land allt. Það er staðföst skoð- un stjórnenda og starfsfólks að framangreindum markmiðum verði ekki náð án Jóhannesar. Hagsmunir félagsins, hagsmunir viðskiptavina, hagsmunir 2.500 starfsmanna og hagsmunir lán- veitenda eru sameiginlegir og best tryggðir með þeirri lausn, sem nú er unnið að. Höfundur er framkvæmdastjóri. Yfirlýsing frá Högum FINNUR ÁRNASON SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sex vinir alveg óháð kerfi Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. 800 7000 • siminn.is Það er Sími Internet Sjónvarp * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.