Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 24

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 24
24 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Sigurður Jónsson skrif- ar um efnahagsmál Fyrir rúmu ári snögg-kólnaði verulega á Íslandi í efnahagslegu til- liti. Bankakerfið bókstaf- lega hrundi og mörg fyr- irtæki lentu í miklum erfiðleikum vegna falls íslensku krónunnar og samdráttar í einkaneyslu. Frá því þetta gerð- ist hefur umræðan einkum beinst að því að finna út hvað olli hruninu og þá hverjir bera ábyrgð á þeim vanda sem nú steðjar að. Rík krafa er gerð um að þeir sæti ábyrgð. Það hlýtur að vera ágreiningslaust að slík vinna þarf að fara fram og í því skyni hafa stjórnvöld meðal annars leitað leiðsagnar erlendra sérfræð- inga, sett á stofn embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis. Brýnt er að þessum aðil- um sé eftirlátin þessi rannsóknar- vinna sem lýtur að fortíðinni en að við hin beinum kröftum okkar frek- ar að framtíðinni og endurreisn íslensks efnahagslífs. Efnahagslegar afleiðing- ar hrunsins eru nú í meg- indráttum komnar fram. Það leiðir til þess að hægt er að gera ríkari kröfu en ella um markvissa upp- byggingu, en að henni verða sem flestir að koma og þarf hlutverk hvers og eins að vera skýrt; til hvers ætlumst við af rík- isvaldinu, hvert verður hlutverk fjármálastofnana, atvinnu- rekenda, launþegasambanda og líf- eyrissjóða, svo einhverjir séu nefnd- ir. Til þess að endurreisnin takist sem best þurfa allir hlutaðeigandi aðilar að vinna vel saman og með sameiginlega sýn. Þetta þarf líka að gerast hratt og fumlaust til að hámarksárangri sé náð. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur gripið um sig mikið óöryggi. Eins og áður greinir hefur þar til bærum aðilum verið falið að rannsaka aðdraganda efnahagshrunsins og einstaka þætti þess og þarf þeirri vinnu að ljúka sem fyrst. Fyrirtæk- in og heimilin í landinu búa mörg hver við mjög erfiðar og gjörbreytt- ar aðstæður auk þess sem framtíðin er óljós. Í slíkri stöðu ríkir gjarnan bölsýni og hefur hún verið mjög ráð- andi í umræðunni að undanförnu og reiði ríkjandi í garð einstaklinga og jafnvel heilla starfsstétta. Slík böl- sýni hefur leitt til þess að mikil orka hefur farið í neikvæðni og minna í uppbyggjandi gagnrýni um það sem betur má gera og byggir á dýr- keyptri reynslu þess sem liðið er. Öll getum við verið sammála um nauð- syn þess að við komumst aftur af stað, leyfa jákvæðninni að fá meira rými og leitast við að ná sáttum til þess að við náum okkur á sem skemmstum tíma út úr því ástandi sem við erum núna í. Öllum er það ljóst að til þess að reisa íslensku þjóðarskútuna við þarf fjármagn. En það er ekki nóg að hafa fjármagn til endurreisnar. Peningar einir og sér eru lítils virði, þeir eru ávísun á verðmæti, og við þurfum fólk til að umbreyta pening- um í verðmæti. Sú umbreyting verð- ur ekki gerð nema með almennri þátttöku einstaklinga. Ef vel á að takast til og þjóðin að komast aftur af stað þarf sáttatón og jákvæðni í þjóðina. Þessari hugarfarsbreytingu er ekki hægt að ná nema með eindreg- inni þátttöku fjölmiðla og stjórn- málamanna. Ég skora á þessa aðila að beina meira kröftum sínum að framtíðinni í umfjöllun sinni, þ.e. að breyta áherslunni í umræðunni frá fortíð til framtíðar með það að markmiði að hraða endurreisn íslensks efnahagslífs til hagsbóta fyrir alla aðila. Við höfum allar undirstöður til að endurreisa þjóð- félagið og mikilvægt er að því marki verði náð sem fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri KPMG hf. á Íslandi. Frá fortíð til framtíðar UMRÆÐAN Bjarni Þórðarson skrifar um skattamál Skv. forsíðufrétt í Fréttablað-inu hugleiða stjórnvöld að skattleggja fjármagnstekjur líf- eyrissjóðanna um 15% næstu 3 árin og afla þannig ríkis- sjóði 45 milljarða tekna á þess- um árum. Einhver hlýtur að borga þessa fjárhæð eða hvað? Lítum fyrst til sjóðfélaganna í almennu sjóðunum (þ.e. þeirra sem ekki njóta ábyrgðar ríkis eða annarra opinberra aðila) og veltum því fyrir okkur hver áhrif þetta mundi hafa á lífeyri þeirra og lífeyrisréttindi. Í frétt- inni er vitnað blaðið í Vísbend- ingu en þar er gert ráð fyrir að árlegar skatttekjur geti numið 25 milljörðum á ári hverju eða um 1,5 prósentustiga lækkun á raunávöxtun sjóðanna. Á 3 ára tímabili skerðist raunávöxtunin um 4,5% og það þýðir einfaldlega að skerða verður áunnin réttindi þessa hóps, þar með talið lífeyr- inn um 4,5%, miðað við það sem ella hefði orðið. En hvað með þá sem eru í hinum sjóðunum, þ.e. alþingis- menn, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annað gott fólk? Mundu þeirra réttindi ekki skerðast um svipaða hundraðstölu? Nei, ekki aldeilis. Sá aukni halli sem verður á þess- um sjóðum af þessum sökum yrði jafnaður úr ríkis- og bæjarsjóð- um og væntanlega með hækkuð- um sköttum þegar fram í sækir. Og hverjir greiða þá skatta? Verða það einungis sjóðfélagar þessara sjóða eða eiga sjóðfélag- arnir í almennu sjóðunum einnig að taka þátt í þeim sköttum? Það væri fróðlegt að fá svar við þessari spurningu við fyrstu hentugleika. Höfundur er tryggingastærð- fræðingur. Þingmenn og ráðherrar, gætið ykkar vel SIGURÐUR JÓNSSON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.