Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 27

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 27
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 27 haldið máli eða er það bara liðin tíð að fjölmiðlar njóti almennt mikils trausts? „Ég held að það sé hvort tveggja. Ég man eftir þessu mikla trausti sem fjölmiðlar nutu. Þegar DV var upp á sitt besta var feikilega mikið traust á blaðinu. Samt var það örugglega ekki betra en DV er núna eða Fréttablaðið eða Mogg- inn. Engu að síður njóta þau blöð minna trausts en DV á þeim tíma. Ég held að þjóðfélagið hafi breyst og einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar farið illa út úr þeim breytingum, verr en margar aðrar stéttir og greinar. Ég sé svo sem enga eina leið út úr þessu, þetta er það sem fólkið ákveður. Ef fólk ákveður að því sé ekki treystandi sem stendur í fjöl- miðlum, hvað á þá að gera? Eigendamálin eru reyndar slæm, ég held að þau spilli fyrir traustinu, en það er ekki öll sagan að mínu viti, heldur er þetta líka einhver undirliggjandi þróun sem erfitt er að ráða við. Þetta er ann- ars eins og svo oft áður; það er eitt á útleið og annað á leiðinni inn. Maður veit ekkert hvernig hlutirnir þróast.“ Fjölmiðlum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa brugðist í aðdraganda hrunsins. Tekur þú undir það? „Bæði og. Ég held ekki að fjöl- miðlum hafi verið haldið frá rétt- um upplýsingum vegna eigenda- mála. Ég hef trú á því að það hafi verið einhver sefjun í gangi í sam- félaginu um að við værum í mjög fínum málum. Fjölmiðlar fylgdu sem partur af þessari sefjun – og voru kannski í fararbroddi – með öllum viðskiptakálfunum og tali um velgengni útrásarinnar. Þetta var ákveðin bilun; fjölmiðlar bil- uðu eins og allt annað. Ég sé ekki að það sé hægt að kenna fjölmiðl- um sérstaklega um hvernig fór en það má álasa þeim fyrir að vera ekki skárri en aðrir. Það má ætlast til þess að fjölmiðlar séu krítískari á umhverfi sitt en fólk almennt.“ Finnst þér hafa orðið breyting á fjölmiðlum hvað þetta varðar eftir hrun? „Já, þeir bötnuðu mikið. Í fyrra var áberandi hvernig bloggið tók við sér og maður fylgdist með hlut- unum þar. Í lok október og byrjun nóvember byrjuðu aðrir miðlar að taka við sér. Þeir hafa gert ágæta hluti síðan. Ég held að eftir hrun sé ekki hægt að saka fjölmiðla um að vera ekki með á nótunum. Hins vegar hefur rannsóknar- blaðamennska vikið áberandi. Heilu stofnanirnar, eins og Komp- ás, hafa dottið út. Þegar ég var á DV vorum við með blaðamann sem var eingöngu í rannsóknum. Það var ekkert velt fyrir sér þótt þeir skrifuðu ekki staf í viku; þeir voru í rannsóknum. Það var bara partur af því að vera til. Menn tóku meiri áhættu en þeir gera núna og voru miklu meira vakandi fyrir rann- sóknum. En þetta kostar. Núna segjast menn bara ekki hafa ráð á þessu. Blankheitin eru svo mikil. Þau skemma blaðamennsku miklu meira en eigendastrúktúr fyrir- tækisins.“ Ormagryfjan blasir nú við Þú segir í bókinni að DV undir stjórn þinni og Mikaels Torfasonar hafi verið of róttækt fyrir Íslend- inga. Heldurðu að þessi efnistök ættu frekar upp á pallborðið nú en fyrir hrun? „Já, frekar, en ég veit ekki hvort þau ættu nógu mikið upp á pall- borðið. Það er búið að svipta hul- unni af svo mörgu og maður sér ormagryfjuna undir. Núna væri að minnsta kosti erfiðara að efna til samblásturs gegn blaði eins og DV okkar Mikka. Við höfum kannski verið fjórum, fimm árum á undan okkar samtíð með það.“ Iðrastu einhvers á þínum starfs- ferli? „Já. En það er frekar spurning um skoðanir sem ég hef haft og síðar dottið af. Ég var til dæmis full hallur undir Aronskuna á sínum tíma. En mér finnst líka allt í lagi að skipta um skoðun. En ég hef enga eftirsjá af neinum rit- stjórnarlegum ákvörðunum. Við Mikki þurftum að hætta á DV eftir að maður svipti sig lífi sem við höfðum greint frá að hefði brot- ið á drengjum. Ég er ekki ósáttur við framgöngu okkar Mikka í því máli. Ég stend á því fastar en fót- unum að við höfum haft rétt fyrir okkur.“ Blaðamaður og fréttastjóri á Tím- anum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003- 2005. Leiðarahöfundur DV 2003-2005. Ritstjóri DV 2005-2006. Stundakennari í blaðamennsku við Símennt Háskólans í Reykjavík 2006-2008. Eftirlaunamaður og bloggari 2008-. STARFSFERILL JÓNASAR Hvernig meturðu stöðu fjölmiðla í dag? „Það er erfitt að sjá sóknarfærin því það er ekki búið að finna þau upp ennþá. En þessir hefðbundnu fjölmiðlar, sérstaklega dagblöðin en líka sjónvarp og útvarp, hafa minnkandi fylgi á Vesturlöndum. Það sem er nýtt er fríblöð, eins og Fréttablaðið. Ég hef enga trú á því að það sé neitt að gefa eftir. Þótt einstök blöð hafi risið og hnigið í kringum okkur, til dæmis þetta Nyhedsavisen í Kaupmannahöfn, þá er það bara eins og í öllum nýjum bransa þar sem fyrirtæki koma og fara. En ég held ekki að það sé neitt í rekstrarumhverfi fríblaða sem bannar það að þau lifi áfram góðu lífi enn um sinn, að minnsta kosti næsta áratuginn. Hins vegar eiga seldu dagblöðin mjög erfitt. Heilu kynslóðirnar koma til sögunnar án þess að telja sig þurfa að kaupa dagblöð. Morgunblaðið er í þeirri stöðu að það eru nánast engir áskrifendur innan fertugt, varla innan við fimmtugt. Þetta er blað fyrir gamalmenni. DV hefur reynt að sprikla meira, það er líka með strúktúr sem gerir ráð fyrir minni tekjum og þar eru menn vanir því umhverfi sem Morgunblaðinu hefur ekki gengið vel að laga sig að. Ég sé ekki betur en að Morgunblaðið keyri aftur í strand í vetur. Að minnsta kosti hlýtur að vera stutt í endalokin hjá því. Sjónvarpið er líka á undanhaldi. Hlutverk blaða- manna í sjónvarpi hefur minnkað. Unga fólkið er ekki að bíða eftir fréttum, það notar bara vefinn. Hefð- bundnir miðlar hafa því fylgt fólkinu eftir á vefinn og það gengur ágætlega. Vefmiðlarnir eru mikið notaðir. En það vantar ennþá auglýsingastrúktúrinn. Hann hefur ekkert gefið miðað við væntingar, þótt sannað sé að dreifingin sé mikil. Þetta er hnútur sem ég sé ekki hvernig leysist. Fjárhagshliðin er það sem hefur bilað á vefnum fyrir hefðbundna fjölmiðla og það er slæmt fyrir blaðamenn vegna þess að einhver þarf að borga vinnuna þeirra. Ef þetta fer út í það að menn fara bara að nota blogg og eitthvað sem er gefins á vefnum eru miklu færri tæki- færi til að vinna frumvinnuna í blaðamennsku. Bloggið hefur tekið margt af blöðunum, til dæmis umræðuna. Á blogginu má líka finna fréttaskýringar en sjálfar fréttirnar vantar. Það er lítið um frumvinnu á vefnum.“ FJÁRMÁLAVANDI FJÖLMIÐLA ÓLEYSTUR Þórunn J. Hafstein Henrik W.K. Kaspersen Jukka Viljanen Eric Barendt Kyrre Eggen Eiríkur Jónsson Björg Thorarensen Haukur Arnþórsson Árni Matthíasson Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og dómsmála- og mann- réttindaráðuneytið efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um ábyrgð á birtingu og dreifingu efnis á Internetinu. Fjallað verður um helstu knýjandi álitaefni á þessu sviði, m.a. um alþjóðlega dreifingu á barnaklámi, kynþáttahatri og meiðyrðum, hvernig gerendur verði fundnir og hvar þeir verði dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum. Þá verður fjallað um skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga. Norræna ráðherranefndin veitir styrk vegna ráð- stefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009. Ábyrgð á Internetinu Responsibility for Expression and Information on the Internet 13.00-13.10 Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytis 13.10-13.30 Fighting Cybercrime: Meaning of Council of Europe Cybercrime Convention 2001 Próf. Emeritus Dr. Henrik W.K. Kaspersen, ráðgjafi Evrópuráðsins og hollenska dómsmálaráðuneytisins á sviði netglæpa 13:30-13.50 State Obligations under Article 8 of the ECHR Ph.D. Jukka Viljanen, lektor í mannréttindum við háskólann í Tampere, Finnlandi 13.50-14.10 The Legal Control of Pornography and Hate Speech on the Net in the United Kingdom Próf. Eric Barendt, Goodman prófessor í fjölmiðlarétti við University College, London 14.10-14.25 Fyrirspurnir og umræður 14.25-15.00 Kaffihlé 15.00-15.20 Jurisdictional Issues in Private Litigation Dr. juris Kyrre Eggen, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Wiersholm, Mellbye & Bech í Osló. 15.20-15.40 Responsibility for Internet Defamation in Icelandic Law Eiríkur Jónsson LL.M., lektor og doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands, LOGOS lögmannsþjónusta styrkir stöðuna 15.40-16.00 How to prevent Anonymity on the Internet Ph.D. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur 16.00-16.15 The Internet and the Media Árni Matthíasson, blaðamaður og verkstjóri á mbl.is og umsjónarmaður blog.is 16.15-16.45 Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands Nánari upplýsingar: www.hi.is og http://hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/lagadeild/adal/conference Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Fimmtudaginn 19. nóvember í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands Dagskrá ráðstefnunnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.