Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 48

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 48
MENNING 6 ubbi er sjúkur veiðimaður. Sumarlangt hefur hann um árabil þeyst um landið af þeirri áfergju sem grípur hann föstum tökum ef á annað borð kvikn- ar hjá honum áhugi, og lagt stund á veiði með stöng. Hann byrjaði snemma, faðir hans veiddi jafn- an við Meðalfellsvatn og strákur- inn var ungur þegar hann gekk til veiða. Bubbi hefur um ára- bil deilt veiðiáhuga sínum með öðrum, fyrst greindi hann frá þessum hluta af lífi sínu í ævi- sögu sinni fyrstu, hann samdi fyrir börn, unglinga og fullvaxna veiðimenn, ásamt Robert Jackson sem kom út 2005, og fyrir tveim- ur árum sendi hann frá sér snotra bók um veiði, veiðimenn og veiði- skap, sumpart hugleiðingar, sum- part frásögur, sem hann kallaði Að kasta flugu í strauminn er að tala við Guð. Og síðar í þessum mánuði kemur út á forlagi Sölku bók eftir hann með ljósmyndum eftir annan veiðimann, Einar Fal Ingólfsson, með mynddisk og á honum náttúrulífsmynd sem Ragnheiður Thorsteinsson, þriðji veiðimaðurinn, framleiddi. Efnið er þeim öllum dýrmætt: Laxá í Aðaldal, drottningin eins og hún er oft kölluð. Bækur um veiðiskap eru margs konar. Elstu rit um fagur- fræði veiðanna eru til á erlendum málum og er misjafnt eftir þjóð- tungunum hversu mörg þau eru. Í engilsaxneskum bókmenntum eru veiðibækurnar óteljandi, margar af þeim eru siðbætandi kennslu- rit um hvernig veiðimaður skal umgangast og kunna á veiði fiska í ám og vötnum. Þær eru margar sýnisbækur um tæki og tól sem þarf til veiða, hvernig menn eiga að bera sig að, því veiði á stöng, eins og önnur mannanna verkfæri sem hann hefur þróað með sér frá örófi alda, er alltaf flókið ferli og útheimtir langa og stranga þjálf- un, kunnáttu um veður og nátt- úrufar, læsi á vatn, hyli og mið. Sumir segja ófreskigáfu, hæfi- leika sem aðeins fáum er gefinn og gæti verið arfgengur. Og svo geta bækur um veiði og veiðimenn orðið bókmenntatextar. Enginn sem les rit Björns Blön- dal um Norðurá og veiðar á fyrri tíð í Borgarfirði lokar þeim óviss um gæði þeirra sem bókmennta- texta. Bubbi hefur alla tíð verið innfjálgur sögumaður með góða skynjun á byggingu sögu. Svo víðförull sem hann er og spurull um hvað er í gangi kringum sig hafa honum lærst ókjör af sögum og í þessari bók er hann að takast á við það að skrifa í senn sögu- bók af fólkinu kringum Laxá í Aðaldal, einkum fjölskylduna frá Nesi, stemningsfullar lýsing- ar á dvöl sinni og bið eftir átök- um við stórlaxinn sem hann fýsir svo mjög að takast á við, og for- vera sína á bökkum og breiðum árinnar, bæði erlenda sem komu þangað fyrstir og íslenskra veiði- manna sem hafa bundist ánni sterkum böndum. Ritið verður þannig saga veiða við ána. Sögumaður getur ekki neitað sér um tækifærið að koma að góðum sögum ef athygli lesanda og áheyranda næst: þannig segir Bubbi frá Lissý á Halldórsstöð- um, átökum um stíflur í ánni, stórum örlögum og dauðsföllum við hana, í merkilegu myndefni frá veiðidögum Guðmundar frá Miðdal við ána gefst honum tæki- færi til að tæpa á hans merkilega lífi í íslenskri náttúru. Og svo er bókin hans Bubba um ána ekki síst inngangsrit um veiðistað- ina í ánni og lýsing á djúpri þrá sem skekur hans huga daga og nætur: drauminn um að takast á við þann stóra. Laxá í Aðaldal er ein fárra vatnsfalla hér á landi sem eiga skráða langa sögu um risafiskana sem þar búa, stórlaxana sem sumir óttast að séu að hverfa úr lífríki norðursins. Kunnugir tala um tvo stofna í ánni, þá þykku, stuttu og kubbslegu og hina lengri. Þetta eru eiginlega ekki fiskar heldur skepnur á stærð við stór börn, litla unglinga að lengd. Skrímsli myndi einhver kalla þessi dýr og það er ekki hlaup- ið að því að veiða slíkar skepn- ur. Þangað er Bubbi kominn í veiðisókn sinni. Bókin er fallega umbrotin og myndir Einars Fals æsa upp í manni löngun að komast á þessa bakka, en það er hættulegt hafa menn löngum sagt, sá sem einu sinni fær frið með stöng á bökk- um Laxár sleppur ekki fyrir lífs- tíð. Bók Bubba er tilraun til að lýsa og rökstyðja þá tilfinningu, að vera hugfanginn af rennandi á í þessari sveit og vita af fengnum frjálsum í dimmum hyl, hörðum streng eða á kyrri breiðu. SÁ stóri KALLAR Alkunna er að í nýjum kynslóðum stangveiðimanna á liðnum árum hefur farið framarlega hópur skemmtikrafta og listamanna, þeirra sem þurfa að standa á sviði undir miklu álagi, mest að vetri til, og fi nna sér fró í kyrrð vatnsbakkans. Þar fer fremstur Bubbi – Ásbjörn Kristinsson Morthens. BÓKMENNTIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ein af myndum Einars Fals úr bókinni: Krist- insson heldur á feng sínum sem tók flugu og er svo sleppt eins og tíðkast. Með honum á mynd- inni er Hermóður Hilmarsson leið- sögumaður. Uppl. í símum 551 2596 – 868 2726. Ferðaskrána má sjá á www.simnet.is/kinaklubbur 19. daga ferð, 14. júní – 2. júlí 2010 til KÍNA með Kínaklúbbi Unnar Heimsýningin, EXPO, í Shanghæ, verður skoðuð dagana 16. og 17.júní. Síðan verður farið til Xian, Guilin, Suzhou, Tongli og Beijing. Einnig verður siglt á Keisaraskurðinum og gengið á Kínamúrinn. Verð kr 510 þús./mann ALLT INNIFALIÐ! Skemmtileg bók fyrir börn sem hafa gaman af drekum, hestum og ævintýrum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.