Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 51
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 3
Kartöflu-, maís- og sveppaburstar.
Flagari, merjari, berjari, slít-
ari, tætari, þeytari. Þetta eru
nöfn sem tekin eru af handahófi
af þeim orðalistum sem verða hluti
sýningarinnar í Gerðubergi. Einn-
ig ábekingur, soðform, meðlag,
yfirvarp, takteinn, afrek, soðgát,
egglos og allát.
Þórarinn Eldjárn er orðhagur
maður í meira lagi eins og alþjóð
veit og hefur leikið sér að því að
finna heiti á öll þau undarlegu
tól sem hann hefur sankað að
sér. Hann kveðst hafa gert sér
það til gamans um alllangt skeið
að safna skrítnum búsáhöldum og
verið þar í samkeppni við vin sinn
Sigurð
Árnason
lækni. Nú
hafa þeir tæmt
eldhússkúffurn-
ar um sinn til
að leyfa gestum Gerðubergs að líta
á afrakstur söfnunarinnar. Þórunn
Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuð-
ur vinnur að uppsetningu sýningar-
innar, sem verður opnuð næstu helgi,
af sinni alkunnu list.
gun@frettabladid.is
Aftak og skrúbbur.
Jarðarberjastilkslítari. Bjúgaldinskeri og hulstur.
Sítrónupressa.
Keppinautar sýna saman
Áhöld um áhöld nefnist sýning sem verður opnuð um næstu helgi í Gerðubergi. Þar eru samankomin hin furðu-
legustu búsáhöld í eigu Þórarins Eldjárn rithöfundar og Sigurðar Árnasonar læknis.
Skankaskaft.
Skessudagar í Reykjanesbæ er barna-
hátíð og verður af því tilefni kveikt á
jólaljósum í bænum.
Boðið verður upp á skemmtilega
dagskrá um allan Reykjanesbæ. Til
dæmis getur fjölskyldan farið í ratleik
í bátasafninu þar sem eru meira en
eitt hundrað bátalíkön, lært að búa
til bát og gogg úr pappír eða skoð-
að nýja sýningu í Listasafni Reykja-
nesbæjar þar sem til sýnis eru gömul
leikföng ömmu og afa.
Í Víkingaheimum verða smíðuð vík-
ingasverð og börnin geta klætt sig í
víkingabúninga, hitt alvöru víkinga
og hlýtt á sögur af ferðum þeirra til
Íslands.
Vinkona skessunnar í Reykjanesbæ
mun líta við og segja sögur en einnig
hefur skessan óskað eftir snuðum til
að skreyta hellinn sinn fyrir jólin.
Börnin geta einnig farið í sjóræningja-
leit í Vatnaveröld og brenniboltamót í
skautahöllinni á Ásbrú.
Þetta er þó aðeins brot af því sem
er í boði en nánari dagskrá má nálg-
ast á www.reykjanesbaer.is
Skessudagar
í Reykjanesbæ
SKESSAN Í HELLINUM Í REYKJANESBÆ
BÝÐUR TIL HÁTÍÐAR UM HELGINA EN
NÓG VERÐUR AÐ GERA UM ALLAN BÆ.
Skessan er vinaleg og hlakkar til að fá
börnin í heimsókn.
Við bjóðum upp á ljúffengt íslenskt jólahlaðborð á besta stað í bænum þar sem jóla-
stemmningin er mest. Frábær aðstaða fyrir hópa, vinnustaði og fjölskyldur sem vilja
upplifa gleðilega hátíð í hjarta miðborgarinnar. Pantaðu núna!
Pantaðu núna
511·1690
potturinn@potturinn.is
í hjarta miðborgarinnar
S K Ó L A B R Ú
Forréttir: Gæsasúpa með sveppakremi, reyktur lax með chantillysósu, grafinn lax með hunangsósu, hreindýra paté með rifsberjageli, laxa paté með hvítlauksdressingu og þrjár tegundir af síld.
Aðalréttir: Lambalæri, grísapörusteik, gæsabringa, kalkúnabringur, hangikjöt og saltfiskur. Eftirréttir: Ris a l´amande, súkkulaðifrómas, skyrkaka, creme carmelle, súkkulaði gosbrunnur og ávextir
Verð aðeins:
4.990 kr.